Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 6

Réttur - 01.10.1934, Page 6
leiðsögn rússneska bolsévikkaflokksins — skipulagn- ing verkalýðsins? Það er óþarfi að tilfæra margar tölur. Aðeins þessar: Magn iðnaðarframleiðslunnar (miðað við 1929) (í%) : 1929 1933 Bankaríkin...................... 100 64,9 England......................... 100 86,1 Þýzkaland....................... 100 66,8 Frakkland....................... 100 77,4 Sovétríkin ..................... 100 201,6 Þar með hrundu í rústir „kenningar“ sósíaldemó- kratanna um „skipulagðan kapítalisma“. En samt sem áður gáfust þeir ekki upp við þessar kenningar sínar. Kenningarnar um hið „stéttlausa lýðræði“, „lýðræðis- ríkið“ og „lýðræði í atvinnumálum“, sem allar voru svo nátengdar hinni fyrstu, héldu áfram að blómstra í nýjum skrúða. Að því mun verða vikið síðar. Kreppan á Islandi. Þegar kreppan var komin í algleyming á íslandi, þegar verzlunarjöfnuðurinn féll niður úr því að vera hagstæður um 16 milljónir króna árið 1928, í það að vera óhagstæður um hér um bil 3 milljónir árið 1929 og um 12 milljónir króna árið 1930, — þegar svo var komið, að greiðslujöfnuður íslenzka ríkisins var orð- inn óhagstæður um á þriðja tug milljóna og verðmæti útflutningsins fór niður í það lægsta, sem það komst í kreppunni 1921, þá börðu gáfnaljós Alþýðuflokks- ins enn þá höfði við steininn. Og þeir héldu því fram, að þessi djúptæku kreppueinkenni ættu ekkert skylt við heimskreppu auðvaldsins, heldur væri þetta einungis „staðbundin íslenzk saltfiskkreppa“ (!), sem stafaði af lélegri skipulagningu saltfiskverzlunarinnar. Það væri svo sem ekki erfitt að lækna það mein. í fyrsta lagi væri nú búið að reka Alfons Spánarkonung frá 102

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.