Réttur


Réttur - 01.10.1934, Side 13

Réttur - 01.10.1934, Side 13
verkalýðsins, jókst grundvallar-mótsetning auðvalds- skipulagsins, mótsetningin milli sívaxandi framleiðslu- afla í höndum fámennrar auðmannastéttar annars vegar og síaukinnar fátæktar og minnkandi kaupgetu alls þorra mannkynsins hins vegar. Það er þessi mótsetning, sem hlaut að leiða og leiddi til þeirrar ólæknandi almennu kreppu auðvaldsskipu- lagsins, sem brauzt út með styrjöldinni 1914—18 og birtist nú í allri sinn grmmd. En til þess að komast út úr þessari kreppu, var auð- mannastéttinni engin önnur leið opin en sú, að auka arðrán sitt á hinum vinnandi stéttum meir en nokkru sinni áður. Sú herferð gegn vinnandi stéttum bitnaði ekki sízt á þeim hluta þeirra, sem notið hafði góðs af blómatímabili kapítalismans. Þessi verkalýður hlaut því mera og meira að missa trúna á sínar fyrri kennisetn- ingar, endurbótastefnuna. Þar með var hinum þjóðfé- lagslega grundvelli kippt undan þessari stefnu, þótt það gerðist ekki í einni svipan. Þegar hér var komið sögu, voru foringjar endurbóta- stefnunnar, sósíaldemókrataforingjarnir, orðnir svo ná- tengdir auðvaldinu og skipulagi þess, með bitlingum sín- um hjá ríkjum og auðfyrirtækjum og bræðing við borg- aralega flokka, að þeir voru orðnir hluti af auðmanna- stéttinni og fulltrúar hennar í herbúðum verkalýðsins. Viðhald hins borgaralega skipulags var orðið þeim sama lífsspursmál og öðrum yfirstéttarmönnum. En aðstaða þeirra byggðist nær eingöngu á áhrifum þeirra meðal verkalýðsins, og urðu þeir því að neyta allra bragða til þess að viðhalda völdum sínum í verklýðshreyfingunni. Og það ekki síður fyrir þá sök, að ef þeir inisstu þessi völd, þá hefði verkalýðnum verið opin leiðin til sameig- inlegrar baráttu gegn auðvaldinu undir forystu hins byltingarsinnaða verkalýðs. Sósíaldemókratarnir urðu því að leysa þá erfiðu þraut að viðhalda áhrifum sínum yfir verkalýðnum á dögum vaxandi árása auðvaldsins á kjör hans, jafn- 109

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.