Réttur


Réttur - 01.10.1934, Side 15

Réttur - 01.10.1934, Side 15
iS við endurbætur og breyta þeim í mótsetningu sína, — þeir urðu að sósíalfasistum, sósíalistum í orði, en fas- istum í verki. Næsta skref sósíaldemokrataforingjanna var að við- urkenna opinberlega hrun endurbótastefnunnar, að við- urkenna syndir sínar frammi fyrir verkalýðnum, til þess að vekja aftur traust hans, jafnframt því, sem þeir koma fram með hinar „nýju“ kenningar sínar. Kenningarnar um að lækna kapitalismann á kostnað verkalýðsins, viðhalda skipulagi hans með auknu arð- ráni, og kalla þetta síðan sósíalisma, „planökonomie“, eða í stuttu máli kenningar þær, sem þessi grein fjall- ar um. íslenzki Alþýðuflokkurinn hóf göngu sína á þessari nýju braut, lýðblekkinganna fyrir síðustu kosn- ingar með 4 ára áætlun sinni. Sósíalfasistarnir að verki. 4 ára áætlun Alþýðuflokksins, sem er grundvöllur- inn að samvinnu borgaraflokkanna íslenzku nú, er sam- in eftir stefnuskrá belgiska jafnaðarmannsins Henrik de Man, sem sósíaldemokrataflokkurinn í Belgíu sam- þykkti á þingi sínu um síðustu áramót. Þessi stefnu- skrá kemur fram á þeim tíma sem sósíaldemokratarnir eru meir og meir að tapa fylgi sínu. Enda farast einum af forvígismönnum belgiska sósíaldemokrataflokksins, Saintes, svo orð, á flokksþingi þeirra: „Fyrir nokkrum árum báru verkamenn ótakmark- að traust til okkar. 1 dag er því ekki lengur að heilsa. Við höldum ennþá fylginu, okkur er enn greitt at- kvæði, af því að menn eru vanir því, vegna þess að við erum allir dálítið íhaldssamir . .. En á morgun, þegar þér lýsið því yfir, að enn þurfi að bíða í nokk- ur ár, þá munu verkamenn segja: Við viljum ekki lengur slíka foringja“. í áætlun Alþýðuflokksins er ekki orð um stéttabar- áttu, ekki orð um baráttu gegn launalækkun og fyrir hækkuðum launum. Hún er nákvæm endurspeglun af 111

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.