Réttur


Réttur - 01.10.1934, Side 22

Réttur - 01.10.1934, Side 22
reyna að selja eitthvað smáveg-is í borginni, verka- menn, þreyttir eftir strit dagsins, sjómenn eða hafnar- verkamenn. Það er heldur ekki verið að fást um, þótt þeir verði fyrir meiðslum í þessari veiðiför. Þeir eru réttlausir. Þetta eru bara menn, sem vinna algenga stritvinnu, til þess að halda við sínu vesæla lífi. Al- múginn í Kína. Og sýni einhver þeirra mótþróa, er hann skotinn tafarlaust, og lík hans fær að liggja þar, sem það er komið. Ég hefi séð þessa sömu sjón í Kanton, í borgum Mið- Kína og Norður-Kína. Þessir menn eru áburðardýr herdeildanna. I mála fá þeir það, sem þeir þurfa af hrísgrjónum, svo að þeir falli ekki úr hungri. Þeir eru látnir bera matvæli og vopn til vígstöðvanna og grafa þar skotgrafir, á meðan óvinahermennirnir skjóta á þá varnarlausa eins og fugla. Þar sem þeir falla, eru þeir látnir liggja. Það er nóg til af þeim. Særður hermaður er metinn á sex kínverska doli- ara, en sárabætur hershöfðingja kosta fimmtán þús- und. Það er sannað. í japönsku árásunum í febrúar og marz heimsótti ég sjúkrahúsin í Schanghai, þar sem særðir kínversk- ir hermenn lágu. Það voru fátækir menn og unglingar, sumir ekki nema 13—14 ára gamlir, bændur og verka- menn, sem höfðu gengið í herinn út úr atvinnuneyð, til þess að hafa eitthvað að eta og nokkra dollara handa fjölskyldum sínum, sem lifðu við skort. f slitnum bóm- ullar-einkennisbúningum, með stráskó á berum fótun- um, með byssur einar og handsprengjur, var þeim teflt á móti hinum volduga h.er japanska keisaraveldisins, sem búinn var öllum nýtízku hernaðartækjum, sem gerir hvern japanskan hermann jafnvígan þúsund Kínverjum. f sex mánuði höfðu þeir ekki fengið neinn mála, en samt börðust þeir eins og hetjur. Hinir særðu voru bornir inn í sjúkrahúsin, stynjandi af kvölum. Líkamar þeirra voru eins og kökkur úr 118

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.