Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 29

Réttur - 01.10.1934, Page 29
um og út af RauÖa torginu, allar tegundir hersins, hver af annari, landvarnarher, sjóher, flugher, fót- göngulið, riddaralið, stórskotalið með vélbyssur, fall- byssur, bryndrekar, stórkostlegra og stórkostlegra, har til yfir tók, þegar flugvélarnar runnu upp í fleyg- myndaðri fylking, 9 og 9 í hóp, hundrað eftir hundr- að, unz himininn dökknaði af sveim þeirra. Er þytur þeirra blandaðist saman við skrolt bryndrekanna, fannst manni Rauða torgið komið á hreifingu og jörð og loft skjálfa. 1 rúma tvo klukkutíma, frá kl. 15 mínútur fyrir 11 til kl. 10 mínútur fyrir 1 stóð her- sýningin yfir. En þegar henni var lokið, var eins og flóðgátt opnaðist eða hlaup kæmi í fljót. í ólgandi straumi flæddi verkafólkið yfir Rauða torgið, það kom hvarvetna að, rann þar samar j breiðan straum og kvíslaðist síðan aftur út í íarvegi borgarinnar. Sjón- arsviðið var skyndilega breytt, nýr svipur var lcominn á torgið. Ósjálfrátt varð manni litið til himins, eins og til kastljósa í leikhúsi. Gráa slæðan var horfin og komið bjart sólskin. Og þegar litið er betur á mann- hafið, er í fyrstu sýnist óreglulegt, má greina þar skipulegar fylkingar eins og áður, fyrst vopnaðar sveitir, undir margskonar fánum, síðan hverja fylk- inguna af annarri með marglitt skraut. í stað hersýn- ingar fer hér fram einskonar iðnaðarsýning. Þarna streyma iðnaðarherdeildir frá öllum hugsanlegum verksmiðjum, með myndir og modell af framleiðsl- unni, með áætlanir, útstrikaðar tölur, nýjar tölur und- ir, hundraðstölur og aftur hundraðstölur, óteljandi á- letranir á allavega litum dúkum. Og þarna sjáum við ógrynni af myndum af ýmsum mönnum. Marga þekkj- um við, Lenin, Stalin, Marx, Vorosjiloff, Kalinin, Dimi- troff, Thálmann og marga fleiri. En enn koma nokkr- ar, hvað eftir annað. Það eru Tsjeljuskinhetjurnar og Isotoff, hin þjóðfræga hetja úr kolanámunum í Don- bass. Og enn kemur ótrúlegur grúi, það eru mestu af- reksmennirnir úr hverri verksmiðju. Við þekkjum þá 125

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.