Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 32

Réttur - 01.10.1934, Page 32
anna, urðu verkfræöingar, urðu vísindamenn. Eftir kenningu Marx, undir forustu Lenins og Stalins, fann verkalýðurinn leiðina út úr myrkrum vanþekkingar inn í fegurð þekkingar, út úr þjáningum til vellíðan- ar, úr vonleysi til stórra drauma. í ljósi þessara stað- reynda skiljum við tign og fögnuð verkalýðsins þenn- an dag. Nú skiljum við, hvers vegna verkalýðurinn ber mynd af kolanámumanninum Isotoff ásamt mynd- um af Stalin og Vorosjiloff. Kolavinnslan er önnur höfuðlífæð nýbyggingarinnar. — Um kolavinnsluna stendur aðal kappið, með gangi hennar fylgist hvert mannsbarn í Ráðstjórnarríkjunum. Hraðinn í fram- kvæmd 2. áætlunarinnar byggist á henni. Isotoff er þar aðalhetjan. Hann er udarnik, hann skipar því sæti með foringja kommúnistaflokksins og foringja Rauða hersins. Tign og fögnuður rússneska verkalýðsins á sér grundvöll í veruleikanum. Hann hefir eignazt hvorttveggja með sigrum sínum og hinum sameigin- legu sigrum. Stórfelldast af öllum hinum sameiginlegu sigrum er 5-ára-áætlunin í einu hugtaki, hún er hið tignarlega, sameiginlega afrek allrar þjóðarinnar, samnefnari óendanlega margra sigra. Tákn þeirra vit- um við í raforkuverinu mikla, Dnjeprostroi, í málm- bræðslustöðinni, Magnitogorsk, í Hvítahafsskurðinum, í Tsjeljuskinleiðangrinum, í bryndrekunum, er hjuggu Rauða torgið, í f.lugvélunum, er svifu yfir Moskva. Til allra þessara barna 5-ára-áætlunarinnar ber verka- lýðurinn ótakmarkað traust, þau veit hann, að eru hans eigin sköpunarverk. Með fyrstu 5-ára-áætlun- inni tileinkaði hann sér vísindi framleiðslunnar og komst fram úr flestum þjóðum. Og í öruggri sigur- vissu finnur hann, hvernig önnur 5-ára-áætlunin verð- ur leikur í höndum hans. Þess vegna kætist hann í dag, á sigurhátíð sinni, yfir unnum og óunnum sigr- um. Hann fagnar yfir því, að sjá allt rísa, vaxa og gróa umhverfis sig og í sjálfum sér. Og leiftrið í aug- unum stafar af því, er hann horfir inn í birtu fram- 128

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.