Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 36

Réttur - 01.10.1934, Page 36
Baráftan um heimsyfirráðin. Eftir Björn Franzson. Þýzkaland. Þegar Hitler komst til valda í Þýzkalandi fyrir tæp- um tveim árum, færðist afturhaldið í aukana hvarvetna í heiminum. Þar sem Hitler var, sá það sinn spámann, sem boðaði fagnaðarerindið: sundrun verkalýðshreyf- ingarinnar, útrýming kommúnismans, gereyðingarstríð á hendur Sovétríkjunum, óskorað heimsalræði stórauð- valdsins um ófyrirsjáanlegan tíma. En hinir fögru draumar áttu sér skamman aldur. í stað þess, að fasistastjórnin drægi Þýzkaland upp úr foraðinu, eins og hún hafði heitstrengt að gera, fór hún með ríkið út í hálfu verri ófærur, f járhagslegar og stjórnmálalegar. Að sama skapi dofnuðu vonir hinna erlendu lánardrottna Þýzkalands um að fá eitthvað endurgreitt af innistæðum sínum. Jafnframt því, að stjórnin stöðvaði allar skuldagreiðslur til útlanda, veitti > hún milljarðaupphæðir til herbúnaðar, í trássi við öll ákvæði friðarsamninganna. Slíkt hlaut að fara með allt traust á þessari stjórn meðal erlendra ríkja. Því dýpra, sem nazistastjórnin sökk í hið f járhagslega og pólitíska forað, því síður væntu menn sér gagns af samvinnu eða bandalagi við Þýzkaland. Aðrir óttuðust vígbúnað naz- istanna og hinar brjálæðiskenndu hernaðarfyrirætlanir þeirra. Þannig jókst dag frá degi einangrun Þýzkalands. Jafnframt komst Hitlersstjórnin í sívaxandi andstæðu við sitt stéttarlega milljónafylgi. Henni reyndist æ þrengra sundið milli skers og báru, að reka erindi stór- auðvaldsins, án þess að afhjúpa sig um of í augum fylgjendanna. Þessar andstæður hlutu fyrr eða síðar að leiða til örlagaríkra atburða. 30. júní. Dagurinn 30. júní bregður ákjósanlega björtu ljósi inn í öll skúmaskot nazistaveldisins. Spill- 132

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.