Réttur


Réttur - 01.10.1934, Side 41

Réttur - 01.10.1934, Side 41
valdatökuna streymdu enn þúsundir hundraða inn í þetta árásarlið, sem að lokum sameinaði innan vébanda. sinna 2,5—3 milljónir vopnaðra og vel æfðra manna., Þetta skýrir til fullnustu, hvílíkur geigvænlegur háski hlaut að vera nazismanum fyrirbúinn, ef þetta lið snér- ist til fjandskapar við það vald, sem því var ætlað að þjóna. Og í sannleika hefir þetta voðalega vopn snúizt í höndum nazistanna. Þeir höfðu sært fram draug, sem erfitt myndi reynast að kveða niður. Hin gínandi mót- sögn, sem í því fólst, að þetta sterkasta máttartæki nazistaveldisins var orðið að ískyggilegasta háska yfir höfði þess, varð ekki yfirunnin með öðru en ónýting þessa tækis sjálfs, upplausn stormsveitanna. En þar með var mótsögnin aðeins hafin í nýtt og hærra veldi. Til! þess að bjarga sér frá bráðum endalokum, varð Hitlers- stjórnin að afneita þeim tilverugrundvelli, sem hún átti sér í fylgi millistéttanna. Af því að milljónir smáborg- aranna, sem henni hafði tekizt að hervæða gegn verka- lýðnum, voru orðnar henni of fráhverfar, neyddist hún til að hrinda þeim frá sér að fullu og öllu, að spyrna undan sér þeirri fótfestu, sem hún hafði þó átt sér í allsherjar upplausn hins borgaralega Þýzkalands. Enda þótt óhætt sé að fullyrða, að ekki hafi verið um að ræða neitt skipulagt samsæri af hálfu Röhms og fylgifiska hans (eins og sést á því, að árás stjórnarinn- ar kom þeim gersamlega á óvart), er enginn vafi á því,. að innan Nazistaflokksins hefir átt sér stað all-víðtæk klíkuskipting og togstreita um völdin. Röhm-klíkan var andvíg upplausn stormsveitanna og reyndi að færa sér í nyt óánægju þeirra. Þessir menn óttuðust það, sem af því hlyti að leiða, að stormsveitunum væri á þennan hátt hrundið í fang kommúnismans. Vissulega voru það skoðanir sumra hluta þýzka auðvaldsins, sem túlkaðar voru fyrir þeirra munn. Hitler þótti aftur á móti ráð- legast að beygja sig skilyrðislaust fyrir kröfum stór- iðjukónganna og fjármálaauðvaldsins, jafnvel þótt það' kostaði síðustu tætlur hinnar marghrjáðu nazistastefnu- 137

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.