Réttur


Réttur - 01.10.1934, Side 44

Réttur - 01.10.1934, Side 44
i galskaben". Baktjaldamennirnir í Berlín urðu hikandi,. þegar til úrslitanna kom, valdránstilraunin misheppn- aðist, og hinir frönsku og ítölsku herir stóðu þar sem. þeir voru komnir. En nú snéri Hitler við blaðinu. Á meðan fylgismenn. hans í Austurríki stóðu enn í vopnaðri viðureign við liðssveitir stjórnarinnar, lét hann tilkynna þeim, aö hver sá nazisti, sem vogaði sér að flýja yfir þýzk landa- mæri, myndi verða handtekinn tafarlaust. Óðar en séð varð, að austurríska tilraunin myndi mistakast, brást hann smánarlega sínum austurrísku sveitum, til þess að reyna að bjarga sér í áliti hinna erlendu stjórnarvalda og breiða yfir hlutdeild sína í æfintýrinu. Þegar í óefni var komið, sveik „foringinn" liðsmenn sína. Þetta hefir meira en nokkuð annað orðið til að hnekkja fylgi Hitl- ersstefnunnar meðal þess hluta austurrískra verka- manna og smáborgara, sem fylgt höfðu henni, eflaust í góðri trú og von um, að þaðan væri frelsis að vænta. 25. júlí er skapadægur Hitlersfasismans í Austurríki,. eins og febrúardagarnir urðu örlagastund sósíalfasism- ans. Og Dollfuszfasisminn á nú, ef unnt er, enn þá minni lýðhylli að fagna en í lifanda lífi höfundar síns. Aðal- farartálmunum hefir verið rutt úr vegi öreigabyltingar- innar. Verkalýðurinn býr sig undir úrslitabaráttuna. Dauði Hindenburgs. Forsetakosningarnar. 2. ágúst lézt Hindenburg á búgarði sínum í Neudeck. Sama dag samþykkti ráðherrafundur lög um, að eftirmaður Hind- enburgs í forsetastóli skyldi verða Hitler. Þessi lög gengu þegar í gildi. Og 19. ágúst fóru fram kosningar, þar sem þjóðin var látin „kjósa“ hinn sjálfskipaða for- seta! í sannleika sagt, ákaflega nazistísk aðferð. Nazistarnir ætla að gera Hindenburg að þjóðardýrl- ingi — manninn, sem Hitler kallaði þjóðarsvikara og öðrum illum nöfnum, þegar báðir voru í kjöri við ríkis- forsetakosningarnar 1932. En síðan hefir margt breytzt. Hindenburg, sem aldrei var neinn rétttrúaður nazisti í 140

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.