Réttur


Réttur - 01.10.1934, Side 46

Réttur - 01.10.1934, Side 46
Kosningarnar 19. ág., sem eru auðvitað, af undan- töldum ástæðum, engan veginn rétt mynd af hugarfari þýzkra kjósenda, sýna þó ótvírætt minkandi fylgi fas- ismans. Mest hrakar þessu fylgi að sjálfsögðu meðal framsæknustu stéttar þjóðfélagsins, meðal verkalýðsins. 1 sumum iðnaðarborgum komust nei-atkvæðin upp í 20—25 % ! Sovétríkin og Þjóðabandalagið. Þegar jafnvægi var aftur komið á í heiminum eftir heimsstyrjöldina, þegar sigurvegararnir stóðu með byssustinginn við barka hinna gersigruðu miövelda, á meðan rússneski verkalýðurinn, sem brotið hafði af sér álagaviðjar auðvaldsskipulagsins, var enn þá byrj- andi og lítilmagna, þá var Þjóðabandalagið stofnað til verndar og viðhalds þessu jafnvægi. Þýzkaland hafði um stundarsakir orðið að lúta í lægra haldi, en land með þvílíkum þróunarskilyrðum gat áður en varði vaxið sigurvegurum sínum yfir höfuð, ef ekki væri verið á verði og kné látin fylgja kviði. Og öll Evrópa nötraði af ótta við hina vaknandi stétt í austurheimi. Bolsévisminn bauð af sér jafnvel enn þá ægilegri háska ,en endurvopnað Þýzkaland. Hið göfuga hlut- verk þessa „bandalags þjóðanna" var nú það, að tryggja gersamlega kúgun þýzku þjóðarinnar og að undirbúa aleyðingarstríð á hendur rússneska verka- lýðsríkinu. Þegar úlfarnir eru kviðfullir, geta þeir vel komið sér saman. Á meðan stórveldin gátu í næði blóðsogið Þýzkaland, arðrænt nýlendurnar og skipt upp á milli sín auðæfum kínyerska flæmisins, fór allt fram með sæmilegri friðsemd. Þá var gullöld Þjóðabandalags- ins, sem gegndi einnig þessu hlutverki sínu með góð- um árangri. Á þessum grundvelli tókst heimsauðvald- inu til bráðabirgða að festa sig í sessi. En ríkjasambræðsla Versaillessáttmálans gat ekki átt sér langan aldur á tímabili landránssfefnunnar,. 142

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.