Réttur


Réttur - 01.10.1934, Side 54

Réttur - 01.10.1934, Side 54
gegn lögregiunni og hinu hataða borgaravarðliði, tekið eignanámi landeignir og matarbirgðir stórjarðeigenda og skipt milli sín. Þessi byltingaþróttur spánskra bænda og verkalýðs hefði fyrir löngu leitt til sigursællar valdatöku, ef verkalýðshreyfingin hefði ekki að mestu verið klofin milli sósíaldemokrata, stjórnleysingja og syndikalista. Kommúnistaflokkurinn er ungur, og hann er nú fyrst að ná því trausti meðal milljónanna, sem tryggt getur hina sigursælu sósíalistisku byltingu. Verkalýðsuppreisnin, sem fór yfir Spán fyrra hluta októbermánaðar, byrjaði sem mótmæli gegn myndun hinnar afturhaldssömu fasistisku stjórnar Lerroux og Gil Robles. Um allan Spán brutust út mótmælaverk- föll, sem þróuðust upp í allsherjarverkfall og þaðan yfir í vopnaða borgarastyrjöld. Um stund riðaði veldisstóll hins kaþólska fasisma í Madrid. ÖIl varaliðsöfl afturhaldsins voru dregin sam- an til varnar: hálfvilltur óaldarlýður sunnan úr Ma- rokkó, bannfæringarbullur lcirkjunnar, útvarpslygi eftir Göbbelskri fyi’irmynd. En einnig verkalýðurinn skipulagði krafta sína, stofnaði rauðar hersveitir, treysti samfylkingu sína. Af öllu afli vann Kommúnistaflokkurinn að því að víkka út verkalýðsbandalagið, hin óflokksbundnu bar- áttusamtök spánskra öreiga. Nú er verkalýðsbanda- lagið orðið að öflugum samfylkingarsamtökum komm- únista og sósíaldemokrata, sem hafa einnig innan vé- vanda sinna nokkuð af þeim verkalýð, sem fylgir anarkistum. Uppreisnin samtvinnaðist sjálfstæðishreyfingu hinna þjóðernislegu minnihluta, svo sem í Katalóníu og Baskahéruðunum. Það var byltingunni þýðingarmikið atriði og hefði jafnvel getað ráðið úrslitum, ef þessi sjálfstæðishreyfing hefði ekki að miklu leyti verið í höndum borgaralegra stjórnmálamanna. t Katalóniu 150

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.