Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 62

Réttur - 01.10.1934, Page 62
v,erkamenn, sem ekki mætti takast að útrýma á ann- an hátt. Spánski verkalýðurinn þarfnast nú fremur en nokk- uru sinni áður aðstoðar verkalýðsstéttar alls heimsins. Alþjóðasamband sósíaldemókrata hefir nýlega, eftir fjögra daga rökstólasetu, hafnað tilboði Alþjóðasam- bands kommúnista um samvinnu í því skyni að hjálpa hinum ofsótta verkalýð Spánar, enda þótt það séu ekki síður sósíaldemokratar en kommúnistar, sem verða fyrir þessum ofsóknum. Samt hefir slík samfylking sósíaldemokrata og kommúnista tekizt í nokkrum* löndum, fyrst og fremst í Frakklandi. Verkalýður heimsins má ekki gefa Lerroux-stjórn- inni nokkurn frið fyrr en hún hefir lagt niður allar ofsóknir á hendur verkalýð Spánar og látið lausar þær 50 þúsundir pólitískra fanga, sem nú kveljast í fang- elsum hennar. Mótmælahreyfing verkalýðsins frelsaði Dimitroff og félaga hans úr greipum Hitler-fasismans. Hún er þess megnug að slá böðulsöxina úr hendi. Lerroux-stjórnarinnar. Elnkennileg nýbyggð. Eftir Karin Michaelis. Karin Michaelis, hin frœga skáldkona, segir frá ný- hyggð í Sovétríkjunum, sem eingöngu er reist af ung- um glæpamönnum, sem nú eru orðnir löghlýðið fólk.. Hin hræðilega G. P. U.*) — arftaki Tékunnar,**) sem þótti enn hræðilegri — ákvað fyrir réttum 10 ár- um síðan að gera þá fífldjörfu tilraun að breyta ung- um glæpamönnum í löghlýðna menn. Nóg var til af glæpamönnunum. Þeir spruttu upp eins og maðkar,. því fleiri sem handsamaðir voru, því fleiri virtust þeir *) Leynilögregla Sovétríkjanna. **) Byltingardómstóll i Sovétrikjunum. 158

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.