Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 65

Réttur - 01.10.1934, Page 65
~var nein sérstök neyð á ferðum, en hann hugsaði •sér að láta nýju sveitina bjarga sér á eigin spýtur. Ofurlítil verksmiðja var reist, og fullkomið samkomulag varð um að framleiða íþróttagögn. Stundar ekki allur æskulýður nútímans íþróttir? Tré uxu hvar, sem litið var. Verksmiðjan vann úr þeim. Unglingunum var kennt að smíða sleða og skíði, og í frístundum sínum lærðu þeir að nota hvorttveggja. Nú hófst keppni um það að láta ekki sjást á smíðis- gripunum, að þeir væru eftir viðvaninga. Og áður en langt leið, var fyrsta áfanganum náð. Allt var fyrsta flokks vinna, sem kom frá þessari smáverksmiðju. Fleiri ungir glæpamenn voru sóttir, verksmiðjan var stækkuð, fé græddist. Nú voru nýbyggjarnir ekki leng- ur flækingsbörn á glapstigum, sem láu uppi á ríkinu, ■síður en svo, þeir guldu fyrir dvöl sína, fengu skot- silfur og ákveðið kaup. Jafnframt stofnsettu 'þeir bókasafn. Þeir voru þrungnir hugmyndaflugi og æfin- týraþrá og drukku í sig bækurnar. Byrjað var á því, að brjóta land undir matjurtagarð, og land var tekið handa fyrstu kúnni. Komið var upp nokkrum ám. Þetta var orðið ofurlítið sveitaheimili. En við þurfti kvenfólks. Hví ekki það? í gæzluvarðhöldum var nóg af ungum stúlkum, sem voru sekar um ajlþkonar ■afbrot. Forstjórinn fór til bæjarins og sótti nokkrar af- brotastelpur. Hann vissi það v.el, að þær gátu gert hann gráhærðan, ef honum heppnaðist ekki í upphafi að ávinna sér traust þeirra og fá þær til þess að vinna af alvöru. Brátt kom það í ljós, að rétt hafði verið að flytja kynin saman. Þau höfðu góð áhrif hvort á ann- að. Hann hélt engar sérstakar siðferðisræður yfir þeim og leyfði þeim að fara óhindrað ferða sinna, ®nda kom ekkert fyrir, sem í frásögur sé færandi. Ug nú . . . Forstjórinn hefir í fáum dráttum sagt mér sögu 161

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.