Réttur


Réttur - 01.10.1934, Side 66

Réttur - 01.10.1934, Side 66
þessarar merkilegu nýbyggðar, meðan ég neyti tes í skrifstofu hans, sem er í stóru og björtu herbergi. Engin húsgögn eru þar nema stórt skrifborð, sem við sitjum við, og nokkrir stólar. Síður G. P. U. frakki hans hangir á nagla á einum veggnum. Það fara ónot urr mig, er ég lít á hann, eins og ævinlega, þegar ég sé eitthvað, sem minnir á leynilögreglu. Sjálfur eiv maðurinn hraustlegur, vingjarnlegur og sviphreinn. Sízt af öllu mundi maður bendla hann við nokkuð það, er kostað gæti líf annarra manna. Nýbyggðin er nú orðin eins og mesta stórbýli, og íbúarnir eru fimm þúsund. Það er álitlegur vöxtur á tíu árum, þegar það er athugað, að tuttugu settust þá að á staðnum. Hann segir brosandi, að allur hópurinn hafi verið- talinn óbetranlegur, þegar hann tók við honum: ,,En. líttu nú á þau, um leið og við göngum! Þetta eru ekki bara þjófar, innbrotsþjófar og brennuvargar, heldur líka morðingjar“. Aldrei er hegnt með innilokun, og því síður líkam- legri refsingu. Þegar unglingurinn kemur úr fangels- inu, kemur hann venjulega klæddur tötrum, því ekki er hann fluttur í fangafötunum. Hann byrjar jafn- skjótt vinnu við það, sem hann kýs sér, annað hvort 1 verksmiðjunni eða úti við. Hann fær laun strax. Og fyrirframgreiðslu til þess að kaupa sér nauðsynlegan fatnað. Lánið greiðir hann með mánaðarafborgunum. Hann greiðir fæði og húsnæði og hefir skotsilfur af- gangs, svo hann freistist síður til þess að stela frá félögum sínum. Fyrsta mánuðinn fær hann ekki að fara að heiman, en að þeim tíma liðnum má hann heimsækja vini eða ættingja í Moskva á hverjum mán- uði, en þó aðeins að degi til, því heim skal hann kom- inn fyrir klukkan ellefu að kvöldi. Eyði hann frídeginum í drykkjuskap með slæmum. félögum, er hann um langt skeið sviptur leyfi. Drykkju- skapur er talinn stórglæpur, og þyngst refsing er við» 162

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.