Réttur


Réttur - 01.10.1934, Side 67

Réttur - 01.10.1934, Side 67
honum. Refsingin er í því fólgin, að sá brotlegi er leiddur fyrir sveitarstjórnina — það er stóran hóp fé- laga sinna — og verður hann í áheyrn þeirra að segja söguna, eins og hún gekk. Honum þykir að þessu hin mesta smán, og hann grátbiður þá að sleppa sér ,,bara í þetta sinn“. Hann er fús til þess að greiða svo háa sekt, að hann komist ekki til Moskva í langan tínia. En það stoðar ekki, hann verður að hlýða og þola smánina. Mér fannst nú refsingin í raun og veru ekki svo ógur- leg, en forstjórinn sagði mér, að hún bæri góðan ár- angur og langan. Manni finnst ekki ósennilegt, að þessir ungu vana- glæpamenn falli í freistni. En þótt undarlegt sé, kem- ur þjófnaður varla fyrir. Tiltrúin, sem nýbyggjanum er sýnd, hefir svo mikil áhrif á hann, að hann sam- lagast óafvitandi nýju lifnaðarháttunum. Honum finnst hann samgróinn sveitinni; og enginn stelur frá sjálfum sér. Stórglæpir þekkjast ekki. Það er skiljan- legra. Á meðal flækingsbarnanna er eindregin félags- kennd. Þau sameinast í hópa, þegar þau hittast, og hjálpa hvert öðru, þegar neyðin sverfur að. Verksmiðjuhúsin eru stór, loftgóð og svo björt, að við ofbirtu liggur. Alls staðar er sagað og heflað. Mörg hundruð ungra manna hamast snöggklæddir, sumir berir að beltisstað — dökkir af sólbruna — við að smíða sleða, skíðastafir standa út í loftið, hockeyprik og pólóstangir gljá og glitra. Smáflögg eru á mörgum hefilbekkjunum til merkis um það, að þar sé einstaklingur eða hópur, sem hafi lokið við hluta af fimm ára áætluninni. Við föi'um um allt, en enginn skiptir sér af okkur. Forstjórinn brosir og tal- ar við einn og annan. Einn slær hælum saman og stend- ur réttur fyrir honum, enginn hættir að blístra eða syngja, þótt forstjórinn komi. Mér sýnist hraðinn óþarflega mikill, en forstjórinn segir mér, að verkamennirnir megi slæpast, ef þeim 163

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.