Réttur


Réttur - 01.10.1934, Side 70

Réttur - 01.10.1934, Side 70
Fólk dansar. í raun og veru er engin furða, þótt heim- ilislausu flækingarnir uni sér vel í þessu umhverfi. Bráðum er tíu ára afmælisdagur byggðarinnar. Alls staðar er viðbúnaður fyrir hátíðina. Stórkostleg loftmálverk eru gerð, leikrit og symfoníur eru æfðar, allar skólastofur eru skreyttar á listrænan hátt. Blóm eru ræktuð í nýjum blómagörðum. Jafnvel rannsókna- stofur og barnagarðar eru skreyttir. Smákrakkarnir klippa og líma, eins og kramarhús og jólatréskörfur væru á ferðinni. En það eru líka tii nýbyggjar, sem loka sig inni í herbergjum sínum við skák, í stað þess að hjálpa til við undirbúninginn. Skák er nú sóttnæm- asti sjúkdómurinn í hinu víðlenda Sovétríki. Alls staðar er teflt, í biðstofum lækna, í baðhúsum, járnbrautar- vögnum, skipum, nema — af skiljanlegri ástæðu — ekki í sporvögnum. Tíminn líður, við þurfum að hugsa til heimferðar. En forstjórinn getur ekki losað sig undan krökkunum, sem klifra upp um hann, eins og hann væri ávaxta- tré með þroskuðum ávöxtum. Til allrar hamingju kall- ar ungur maður á hann út í horn, og krakkarnir hætta. Þeir hvíslast á, og unglingurinn hleypur brosandi burtu. — Þetta var verksmiðjustjórinn. Fyrir tíu ár- um kom hann hingað og virtist bæði vesældarlegur og óbætanlegur. Hann hafði eingöngu lifað á betli, þjófnaði og ránum. Hann les stjórnfræði og var að biðja mig að vinna fyrir sig, meðan hann dveldi í Moskva nokkra daga, til þess að Ijúka fyrsta hluta af prófinu! Byggðin hefir fyrir löngu greitt ríkislánið. Hún fær enga styrki. Sér alveg um sig sjálf. Nýbyggjarnir hafa sjálfir unnið fyrir öllu saman, íbúðarhúsum, verk- smiðjum og verksmiðjuhúsum, skólum og heilbfigðis- stofnunum, og allt vex með ári hverju. ,,Við erum ekki hlutafélag, sem þarf að greiða hluthöfunum 166

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.