Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 79

Réttur - 01.10.1934, Page 79
lyndisins fögnuðu orðum þínum. — Með tilliti til bylt- ingarinnar virtist erindið býsna meinlaust. En það fylg- ir því hressandi gustur, og þar bólar á mjög hættulegum skoðunum*. Þú byrjar með að lýsa því, hvernig hið blóð- uga hervald tekur guð og Jesú Krist í þjónustu sína. Þú. kemst þannig að orði: „Verði manni gengið inn í kapelluna við SorbonneháskMann í París, blasir við aug- anu mynd af Kristi, þar sem hann stendur eins og blóð- risa berserkur innan um byssustingi og púðurreyk, en menn falla unnvörpum kring um hann. Myndin var, minnir mig, máluð 1 heimsófriðnum mikla. Undir hana er ritað: „Hermenn guðs fyrir Frakkland“. Frakkar hafa þannig, eins og fleiri þjóðir, gert Krist að her- guði“. — Og enn segir þú: „Þegar mikið liggur við, þarf á guði að halda. Hann er, að skoðun manna, greiðvikinn og liðvirkur, oftast meinleysingi í friði, en bæði herskár og hefnisamur í ófriði. Hann er sínu fólki líkur“. Hér hefir þú opin augu fyrir hinni hernaðarlegu þýð- ingu kirkjunnar. Þú skilur það að vísu ekki, að það er aðeins yfirstétt þjóðanna, sem hefir hana í hendi sinni og notar hana til að siga verkalýðnum og annarri kúgaðri alþýðu út í milljónamorð, til þess að tryggja meiri kúg- un og fullkomnara arðrán, heldur talar þú um þjóðina sem heild á bak við glæpaathæfi hernaðarins. En merk- asta uppgötvun þín í þessari ritgerð er sú, að guðstrúin er andstæð siðgæðinu. Þér farast orð á þessa leið: „Þeg- ar trúin á guð er orðin skilyrðislaus skylda, sem sitja á í fyrirrúmi alls, þá hlýtur skylda manns við mann jafnan að verða á hakanum, sem aukaatriði. En þegar svo er komið, hefir trúin náð siðgæðinu í bóndabeygju, og menn eru skyldir til að fremja ósiðferðileg verk af trúarhvötum, sem þeim dytti ekki í hug að fremja að öðrum kosti“. — Þú talar um trúaða menn, sem „eru góðir, ekki vegna trúar sinnar, heldur þrátt fyrir hana“.. Og í niðurlagi greinar þinnar kveður þú þannig að orði: „Eigingirni trúarhugðanna verpur villuljósi dýrðleg- 175

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.