Réttur


Réttur - 01.10.1934, Side 82

Réttur - 01.10.1934, Side 82
valdsstofnunar, enda þarfnaðist auðvaldið hennar ekki nema lítið eitt á þeim tímum, því að þá voru blómaár þess hér á landi. Báðir erum við elskandi börn móður vorrar, kirkjunnar, og setjum okkur það hlutverk að rífa hana upp úr ófremdarástandi. Við neitum því að hún eigi að standa vörð um fáránlegar hugmyndir og kenningar. f okkar augum á hún að vera menningar- stofnun. Hún á að opinbera og leita nýrra sanninda. Hún á að standa vörð um réttlæti og mannúð. Hún á að hafa forustu í baráttu fyrir því að rétta hlut lítil- magnans. IV. Þannig voru sjónarmið okkar beggja, þegar við lögð- um út í prestsstarfið. Síðan hefir margt breytzt. Rotn- un auðvaldsskipulagsins fer sívaxandi. Með þróun sinni síðastliðin ár kveður það upp æ fullkomnari dauðadóm yfir sjálfu sér. Kúgun og áþján eykst með hverjum mánuði. Það er æ augljósara, að undirrætur örbirgðar- innar eru eingöngu þjóðfélagslegar. Hallæri af völdum erfiðleika við að framleiða nauðsynjar þekkist ekki orð- ið lengur. f stað þess er komið atvinnuleysi, launakúg- anir af völdum of mikillar framleiðslu, og mitt í alls- nægtum allra nauðsynja og með æ fullkomnari sam- göngutæki verða fleiri hungurmorða um heim allan en nokkurntíma áður, síðan sögur hófust. Jafnframt harðn. ar stéttabaráttan. Verkalýðurinn sameinast til upp- reisnar. Yfirstéttin ver sig í örvæntingarfullum tryll- ingi. Og nú riðar allur heimurinn við átök hinna and- stæðu stétta. Þegar svona er komið, þá verður auðvaldið að dauða- dæma það frjálslyndi, sem það á blómatímum sínum ekki aðeins gat leyft, heldur var að nokkru leyti nauðsyn. Allt hið fegursta, sem borgaraleg menning hefir fram- leitt, verður hún nú að kappkosta að eyðileggja. — í Þýzkalandi, þar sem yfirstéttin hefir orðið að grípa til róttækastra varnarráðstafana gegn frelsisbaráttu verka- lýðsins, þar hefir hún brennt á báli glæsilegustu verkin 178

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.