Réttur


Réttur - 01.10.1934, Side 90

Réttur - 01.10.1934, Side 90
/ að afneita allri þinni þekkingu og skilningi, til þess að hjálpa burgeisunum til að fótumtroða fátæka alþýðu á Islandi. Og þess er ekki að vænta, að þú linist í þeirri bar- áttu fyrst um sinn. Auðvaldið kappkostar að veita þér trúrra þjóna verðlaun. Það mun leggja fegurstu jörð- ina í Eyjafirði undir fætur þér. Heitar lindir verma jarðveginn og renna í pípum gegnum hverja stofu, vél- tækir akrar spretta ósánir, og hver einasta tugga er kúgæf. Þar ættir þú að geta safnað virðulegum holdum og bundizt enn nánari tengslum arðránsstétt þjóðar- innar. Verður þú þá ekki aðeins beinatík hennar, heldur hold af hennar holdi og blóð af hennar blóði. Berðu sóknarbörnunum kæra kveðju mína og sérstak- lega fram í Saurbæjarhreppinn, og segðu þeim það, að ef svo skyldi fara, að þeir hefðu guðsblessunina eina á að lifa og þætti hún þunn, þá gætu þeir leitað til mín og vitað, hvort eg gæti ekki gefið þeim einhver ráð, sem fulltrúi hinnar byltingarsinnuðu verklýðshreyfingar. Með vinsemd, þrátt fyrir allt. Reykjavík, 13. október 1934. Gunnar Benediktsson. 186

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.