Réttur


Réttur - 01.05.1937, Síða 13

Réttur - 01.05.1937, Síða 13
bergjunum þekkja víst af eigin raun okrið á gasi, rafmagni og kolum. Atvinnubótaverkamenn vita víst bezt um innheimtu útsvaranna og sjúkratryggingar- gjaldanna. Hinir stéttvísari verkamenn muna víst eftir fangelsisdómunum, sem þeir sjálfir og félagar þeirra fengu fyrir atvinnuleysisbaráttuna. — I stuttu máli: Ef íhaldið kemst til valda, táknar það réttarskerðing- ar, atvinnuleysi, lækkað kaup, hækkað vöruverð, minna fyrir framleiðslu smá-bændanna, þ. e. a. s. bág- indi meðal almennings til sjávar og sveita og glund- roða á öllum sviðum. Samtök verkamanna og bænda verða gerð áhrifalaus eða með öllu þurrkuð út. Þegar afkoma og velferð þjóðarinnar, allt frelsi og lýðræði í atvinnu- og menningarmálum er í slíkri yfir- vofandi hættu, býður Kommúnistaflokkur íslands Al- þýðuflokknum samvinnu í þessum kosningum, til þess að unnt sé að varðveita hér á landi lýðræðisskipulag, og á grundvelli þess hrinda í framkvæmd brýnustu hagsmunamálum þjóðarinnar og ganga milli bols og höfuðs á íhaldinu. Eins og lýst hefir verið hér að framan hefir ágrein- ingsmálum verklýðsflokkanna stórum fækkað og eru þeir nú sammála um lausn flestra þeirra mála, sem barizt er um í kosningunum, svo sem Kveldúlfsmálið, Landsbankalögin, viðreisn sjávarútvegsins og fleiri stórmál. Alþýða beggja verklýðsflokkanna og allir róttækari fylgismenn Framsóknarflokksins óska þess af heilum hug að forgöngumönnum Alþýðu- og Kom- múnistaflokksins takist að koma á hinni nánustu sam- vinnu milli flokka sinna í þessum kosningum. Slík samvinna og sigur vegna hennar myndi betur en allt annað tryggja fylgi Framsóknarflokksins við þau mál, er ágreiningi ollu á síðasta þingi. Sigur samfylkingar vei'klýðsflokkanna er sigur vinstri afla Framsóknarflokksins og ósigur talsmaiina Kveldúlfs. Alþýðuflokkurinn er þess ekki megnugur að 93

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.