Réttur


Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 20

Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 20
ar hann sá Sölva stökkva á fætur, þrífa húfu sína og hlaupa út á götuna um leið og kröfuganga kommún- ista fór framhjá. Þegar út á götuna var komið, varð Sölvi gripinn af undarlegum ótta og ráðaleysi. Hvernig átti hann að samlagast þessu fólki, vildi það nokkuð með hann hafa, var ekki öli þessi uppreisn hans vitleysa, og ímyndun tóm, að það hjálpaði honum nokkuð að vera með í þessari kröfugöngu? Hann gekk nokkur skref með fylkingunni, hálf-; gert utan við hana þó, og með hverju spori varð hann óframfærnari og fannst hann vera að gera eitthvert hræðilegt axarskaft. Fullur sneypu og leiðinda ákvað hann að forða sér upp á gangstéttina til áhorfend- anna og láta sem hann hefði aldrei ætlað í kröfu- gönguna. En þá var skyndilega þrifið rösklega í hand- legginn á honum, og þegar hann leit við, sá hann tvö glettnisleg augu í snotru stúlkuandliti. „Við skulum reyna að ganga dálítið skipulega“, sagði stúlkan og dró Sölva með sér lengra inn í fylk- inguna. Allur orustuhugur Sölva vaknaði á ný, og auk þess læddist einhver, alveg óþekkt tilfinning um allar hans taugar út frá handtaki stúlkunnar. Hann gekk teinréttur föstum skrefum og þandi út brjóstið. Svo var farið að syngja hina blóðdrjúpandi bylt- ingarsöngva. ,,Syngdu“, sagði stúlkan. En Sölvi kunni þá hvorki lagið né kvæðið; en hann var lagviss, og þegar hann var búinn að hlusta nokkra stund, gat hann sungið lagið hástöfum og viðhafði einhver orð, sem nálguðust það að koma heim við lengd hendinganna. Þegar fylkingin nam staðar og farið var að halda ræðurnar, hlustaði Sölvi með athygli, og honum fannst hann hefði getað sagt þetta allt sjálfur, ef hon- um hefði bara dottið það í hug. Til þess að staðfesta að fullu sína pólitísku skírn, 100

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.