Réttur


Réttur - 01.05.1937, Page 26

Réttur - 01.05.1937, Page 26
legra alþýðu en gjaldþrota íhald, ef það nær völdum. íslenzkir vinstrikjósendur mega vita það, hvar í flokki sem þeir annars standa, og hvort þeir kalla sig róttæka eða hægfara, að um leið og gjaldþrotaauð- valdið íslenzka nær tökum á íslenzka ríkisvaldinu og íslenzka þjóðbankanum, þá stendur fasisminn fyrir dyrum. Fyrir auðvald á því stigi eru ekki til aðrar stjórnaraðferðir en fasismi. Okkur vinstrikjósendum er nú skipað að ganga til kosninga á móti gjaldþrota auðvaldi sem mun ekki skirrast við að leggja eins mikið fé og þörf krefur í kosningaundirbúning, áróður og mútur, því það á allt að vinna. Um það verður kosið hvort vér eigum að af- henda gjaldþrota auðvaldi ríkisvaldið og fjármagn þjóðbankans, ásamt valdinu yfir opinberum stofnun- um þjóðfélagsins, eða hvort þetta vald eigi að vera í höndum vinstriflokkanna, umbjóðenda alþýðu. Það er ekki aðeins barizt um eignaréttinn yfir öllu Is- landi og auðlindum þess, heldur einnig -um menningu íslands. Þetta eru mjög mikilsverðar kosningar, góðir vinstrikjósendur. Gjaldþrotaauðvaldið mun ekki fremur á íslandi en annarsstaðar þar sem líkt hefir staðið á spyrja að vopnaviðskiptum, heldur leikslok- um. Ekkert vopn mun það skirrast við að nota. A- flogasveitirnar hafa þegar verið skipulagðar undir ís- lenzka þjóðfánanum, en hann hefir afturhaldið gert að flokksmerki sínu í baráttunni gegn almenningi í landinu, gegn þjóðinni, gegn íslenzkri alþýðu. Víxil- uppáskriftirnar fyrir atkvæðasnatana og áróðurs- mennina úti í kjördæmunum eru í fullum gangi. Jú- dasar vinstriflokkanna falbjóða sál sína á torginu og eru orðnir einhver eftirsóttasta munaðarvara sérstétt- anna og um leið öruggustu verðbréf þeirra. Hvernig ætla nú vinstriflokkarnir að bregðast við í væntanlegum kosningum í vor? Sem stendur virðist samkomulag tveggja þeirra einna áþekkast því sam- 106

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.