Réttur


Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 31

Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 31
hinir flokkarnir að koma fram með sínar tillögur um það sem þeir tel.ja hinu vinnandi fólki mestar hags- bætur, áður en sezt er á rökstóla um málið. Engin skynsamleg löggjöf um þetta, og engin vinstrilöggjöf um neitt, og engin vinstripólitík yfirleitt er hugsan- leg í landinu ef samvinnan milli vinstriflokkanna verður rofin. Verði samvinnan rofin, eigum við ekki nema eitt í vændum að ári, og það er tukthússlöggjöf, þrælalög og þegnskylduvinna frá íhaldinu. Almenningur í landinu heimtar vinstripólitík, stjórnarstefnu sem miðast við almenningshagsmuni. En fyrst og fremst heimta kjósendur vinstri flokk- anna af fulltrúum sínum að þeir reki vinstripólitík. Vinstrikjósendur í landinu vita, að án samvinnu vinstriflokkanna er ekki hægt að reka vinstripólitík í landinu. Samvinnuslit vinstriflokkanna eru svik við vinstrikjósendur í landinu: samvinnuslit vinstriflokk- anna þýðir hægripólitík, þýðir auðvaldspólitík, pólitík í þágu sérstéttanna, pólitík á móti alþýðu í landinu, móti bændum, móti verkamönnum, móti æskulýðnum. Að rjúfa samvinnu nú og gera næstu kosningar að áhættuspili milli vinstriflokkanna, það er opinber til- raun til að afhenda íhaldinu stjórn landsins og fjár- magn þjóðarinnar, selja land og lýð í hendur örþrota og ábyrgðarlausri sérhagsmunastefnu. Á þessum al- varlegu tímum þegar fasisminn er yfirvofandi, þá er ekki hægt að kalla slíka pólitík heimsku, heldur vit- firringu. Ég skora á alla einlæga vinstrimenn í landinu að láta ekki niður falla þær umræður sem þeir hafa þeg- ar hafið meðal sín í ýmsum áttum, um hverra ráða skuli neytt til að koma í veg fyrir að nokkurt vinstra- atkvæði fari í súginn í væntanlegum alþingiskosning- um í vor. 111

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.