Réttur - 01.07.1937, Blaðsíða 30
„Afrek i þágu
mannkynsins.“
Þegar T.ieljuskin festist í ísum Norðurheimskauts-
ins 1934 og flughetjum Sovétríkjanna tókst að bjarga
allri áhöfninni — að einum manni undanskildum —
heilu og höldnu, þá urðu afrek þeirra á hvers manns
vörum um víða veröld og Sovétríkin skipuðu sér þá í
öndvegi meðal þjóðanna á sviði flugmálanna, í með-
vitund allra þeirra, er eitthvað fylgjast með í þeim
efnum. Agnar Kofoed Hansen flugmaður lýsir prýði-
lega þeirri aðdáun, sem björgun þessi vakti, í Þjóð-
viljanum 10. þ. m., á þessa leið:
,,Ég var svo heppinn að fá tækifæri til þess að sjá
flugvél þá, er undir stjórn Molokoffs bjargaði 39
manns af áhöfn Tjeljuskins, hann kom sjálfur fljúg-
andi á vélinni til Kaupmannahafnar í ágúst 1934,
til þess að taka þátt í alþjóðaflugsýningu er þá var
haldin þar. Flest lönd álfunnar sýndu flugtæki og
flughreyfla á sýningu þessari, og voru vígtæki í yfir-
gnæfandi meirihluta, sýningin bar ljóslega vott um
hernaðarkapphlaup það, sem þá var hafið, en Sovét-
lýðveldin voru þau einu, sem á sýningunni héldu sig
við flugtækni í þágu menningar og vísinda. Af öllum
sýningarmununum vakti flugvél Molokoffs mesta at-
hygli, ekki vegna þess að hún væri tilkomumeiri né
fegurri en hinar vélarnar, sem stóðu fágaðar með
stálblá vélbyssuhlaupin út í allar áttir, nei, heldur
vegna þess að hún hafði unnið afrek, sem setti hinar
vélarnar með hinum leiða tilgangi — alveg í skugga.
Hún stóð þarna veðurbarin og skrámuð, á sömu skíð-
unum og höfðu verið sett á hana áður en hún lagði í
Tjeljuskinflugið“.
Nú hafa flughetjur Sovét lýðveldanna vakið að
nýju eftirtekt alls hins menntaða heims með flugaf-
rekum sínum. Og enn hafa þær einkennt sig að því,
190