Réttur


Réttur - 01.04.1938, Síða 3

Réttur - 01.04.1938, Síða 3
Þessi afturhaldsklíka virðist aðallega ætla að byggja pólitík sína á fylgi Landsbankans, togaraeig- endanna, embættismanna ríkisins, afturhaldssömustu kaupfélagsstjóranna og stærstu bændanna. Hún treystir sem sé fyrst og fremst á þá menn, sem bein- línis eiga embætti, völd og atvinnurekstur undir Landsbankanum og ríkisvaldinu, og vi'll sameina þá í valdaklíku, sem festi sig í því bákni, sem ríkið og Landshankinn er, eins minki áhrif fólksins á þingið að sama skapi. Þessvegna fellur það vel saman við tilgang þessarar klíku, að hægri menn Alþýðuflokks- ins skuli nú fórna öllum hagsmunum alþýðunnar og einingu verkalýðsins fyrir embættin, sem óhjákvæmi- lega ánetjia, þá afturhaldinu. Það er engum efa bundið, að þessi afturhaldskfíka ætlar sér beinlínis að rýra lýðræðið stórum. Tillagan um byggðarleyfið er þegar komin fram. Krafa Jóns Árnasonar um að svifta þúsundir verkamanna og kvenna kosningarétti (styrkþegana), er og komin fram. Og bæði Jónas frá Hriflu og Ólafur Thors munu alvarlega hafa íhugað þann möguleilta að banna Kom- múnistaflokkinn ef þeir gætu. Og það er eftirtektar- vert, að í boðsbréfi Jónasar fyrir tímariti Vökumanna, er ekki minnst einu orði á að vernda skuli lýðræðið, heldur aðeins taLað um þingræði. Út á við tekur afturhaldið sér fyrst og fremst það vald, sem það er tengdast fjárhags'liega — enska í- haldið til fyrirmyndar, — það enska afturhald, sem allstaðar hjálpar nú fasistaríkjunum, og eykur þeim ásmegin með pólitík sinni. Og það væri og vitanlegt að ef þessari afturhaldsklíku tækist að framkvæma fyrirætlanir sínar, þá væri fasismanum opin leið inn í landið, sjálf klíkan yrði í senn brautryðjandi hians og bandamaður. FASISMINN. Hin aðalmiðstöð árásanna á lýðfrelsið og láfskjör 35

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.