Réttur


Réttur - 01.04.1938, Page 35

Réttur - 01.04.1938, Page 35
Silvia hafði séð það úr litla herberginu sínu uppi á lofti, að faðir hennar var að tala við Agostino. „Má ég koma niður?“, kallaði hún. „Auðvitað máttu það“. Stúlkan kom niður í gárðinn. Þegar hún kom, breyttu mennirnir um umræðuefni og fóru að tala um veðrið. Á hverju kvöldi lagði Daníel stálgildrur úti fyrir hænsnahúsinu og dreifði eitruðu æti, en ekki vildi refurinn láta sjá sig. Á sama hátt virtist refur Agost- inos ekki ætla flýta sér í þær gildrur, sem fyrir hann voru lagðar. Að minnsta kosti hafði Daníel ekki frétt neitt um hann. „Líf bóndans er sífelld barátta“, sagði hann oft, „barátta við erfiða tíð, pestir og fugla, en þó er ref- urinn verstur af öllu“. Baráttunni við vínsýkina var lokið, svo Daníel var nú í óða önn að rannsaka sýkina í ávaxtatrjánum. Hann hreinsaði af trjánum allar kulnaðar greinar, dauðan börk og mosa, en Silvia drap trjámaðkinn í holunum, sem hann fann, með vírspotta. Þegar búið var að hreinsa alla trjábolina, kom Filomena og hvít- þvoði þá. „Nú er trén varin frá rót að limi“, sagði Daníel við dóttur sína, „en hvernig getum við varið þau að ofan, fyrir himninum?“ Hann sá Agostino standa við dyrnar. Agostino var eitthvað að spauga við Silviu meðan hann beið Dan- íels. „Hvað er í fréttum?" spurði Daníel. „Það er búið að leggja gildrurnar". „Og refurinn?“ „Hann verður veiddur í kvöld“. „Ef maður gæti verið svona viss um alla refi“. Agostino skýrði því næst frá því, hvernig átti að handsama refinn. 67

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.