Réttur


Réttur - 01.04.1938, Page 49

Réttur - 01.04.1938, Page 49
,,Þú veist fullvel hvaða meðölum fasistar beita gegn okkur, þeir taka ekki neitt tillit til siðferðishug- mynda“. ,,Já, eg þekki það“, svaraði Daníel. ,,Það er þess vegna sem eg er ekki fasisti“. ,Það var vegna siðgæðiskenndar okkar, að við vor- um sigraðir“. „Og vegna hennar munum við hrósa sigri“, svar- aði Daníel. Gagnvart slíkri þrjózku gat Agostino aðeins hrist höfuðið þegjandi. „Hvað verður hann hér Iengi?“ spurði hann því næst. ,„Sennilega viku, því að hann er ennþá mjög mátt- farinn“. „Þá verður tími til að tala nánar um hann áður en hann hleypst á brott“. Daníel ákvað að minnast ekki á þetta við fjöl- skylduna. Hann vildi ekki hryggja þau. Hann gætti þess einnig, að gestur hans yrði einkis var. Ein af systrum konunnar hans hafði eignazt barn, og Dan- íel afréð að fara í heimsókn til hennar, ásamt konu sinni og Silviu. Luisa var eftir heima hjá sjúklingn- um. — „Þú ert búinn að vera hér í nokkrar vikur, og þó hefirðu ekki séð húsið okkar almennilega ennþá“, sagði Luisa við verkfræðinginn, sem svo kallaði sig. „Það er vegna þess, að eg lá í rúminu allan tím- ann“, svaraði hann. Luisa sýndi honum allt, meira að segja skemmuna þar sem kartöflurnar, laukarnir, ávextirnir og garð- yrkjuverkfærin voru geymd, og herbergið sitt uppi á lofti, þar sem hún og Silvia sváfu núna. Innrömm- uð mynd á veggnum, skreytt tveim rauðum pappírs- borðum, dró að sér athygli ,,verkfræðingsins“. „Hver er þetta?“ spurði hann. „Matteotti“. 81

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.