Réttur


Réttur - 01.04.1938, Síða 53

Réttur - 01.04.1938, Síða 53
Tryggvi heitinn Þórhallsson kenndi okkur að þekkja kjörorðið: Allt er betra en íhaldið. Hann ávann sér hyili okkar með þessu kjörorði og hélt henni óskiftri, meðal allra frjálslyndra umbótamanna, meðan hann reyndizt því trúr. En þó kom þar að um síðir, að svo leit út, sem hann tæki að hvika frá þessu kjörorði. Hann vildi reyna verzlunarleiðina, vinna til hægri, eða vinstri, eptir því sem á stæði. Þá kom annar maður til sögunnar. Hermann Jón- asson, núverandi forsætisráðherra, er sendur norður á Strandir til þess að forða okkur frá þeim voða, að verða hinum pólitíska spekúlant — Tryggva Þor- hallssyni að bráð. Og það tókst. Hermann Jónasson sýndi fram á það með sínum þjóðkunna dugnaði, hve það væri í raun og veru bráðómöguleg pólitík, að ætla að vinna ýmizt tii hægri eða vinstri. Iiann sagiðst vera kominn til þess að rétta Fram- sóknarflokkinn af. Flokkurinn hafði sem sé verið tekinn að hallast til hægri og það mátti ekki eiga sér stað. Samvinna til vinstri — halli til vinstri — ekkert annað kom til mála. Þetta féll í góða jörð hjá Stranda- mönnum. Tryggvi Þórhallsson hafði ekki til einskis hrætt þá með íhaldinu í 11 ár. Hann sáði, en Hermann Jónasson skar upp mjög svo glæsilegan kosningasigur og þar með ráðherradóm. Þetta var árið 1934. Svo komu aftur kosningar 1937. Hermann kom á Strandir og talaði til háttvirtra kjósenda. Það voru nú ræður í lagi. Hann sýndi fram á það með enn meiri dugnaði, en hann hafði húðflett hina háskalegu póli- tík Tryggva Þórhallssonar 1934, að Sjálfstæðisflokk- urinn væri orðinn hvorki meira né minna en hreinn fasistaflokkur. Hann lamdi það inn í fólkið, eins og hann væri að keyra gjarðir á tunnu, að ef Breiðfylk- ingin kæmizt í meiri hluta, myndi hún koma fasism- anum á umsvifalaust, og eyðileggja lífsmöguleika 85

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.