Réttur


Réttur - 01.04.1938, Page 64

Réttur - 01.04.1938, Page 64
fyrir byltingarsinnaðri kreppu hljóta því að skipast með miklu meiri hraða en áður. Valdhafarnir berjast með öllum ráðum gegn þess- ari hættu, sem þeir sjá að vofir yfir. Þeim hefir tekizt að fá leiðtoga japönsku sósíaldemokratanna á sitt band (Shaikai Taishuto). Hinsvegar grípa þeir til fjöldafangelsana á öllu „grunsamlegu“ fólki. En þetta sýnir aðeins það, hve mikið hrunið er þegar orð- ið, eftir að stríðið hefir aðeins staðið í eitt ár. (í greininni er einkum stuðst við próf. E. Varga: Stríðið í Kína og atvinnuvegir Japana. — Höf). Björn Franzson. / , VIÐSJA. Styrjöldin á Spáni. Á meðan Halifax lávarður var að semja við naz- istana þýzku, á meðan fulltrúar ensku íhaldsstjórn- arinnar voru að semja við Mussolini, að því fram- teknu sem ófrávíkjanlegu skilyrði, að allir hermanna- og hergagnaflutningar fasista til Spánar yrðu stöðva ir, meðan á samningunum stæði — hjeldu þeir Hitler og Mussolini áfram að senda þangað hermenn og her- gögn, eins og ekkert hefði í skorizt, og aldrei m^eira en þá, og enska íhaldsstjórnin heldur áfram að semja við þessa heiðursmenn eins og ekkert hefði í skorizt. Og á meðan þessu fer fram, sökkva þýzkar og ítalsk- ar flugvélar einu brezku skipinu eftir annað við Spán- arstrendur, lemstra og drepa enska sjómenn, brezka ríkisborgara. En hið volduga brezka heimsríki lætur svo sem ekki bjóða sér allt. Öðru hvoru sendir það herstjórninni í Salamanca bljúgmál og framúrskar- andi kurteisleg ,,mótmæli“. Mótmæli verða það að vera, því að eitthvert tillit verður að taka til þess all-fjöl- menna hóps manna, sem nefndir eru enskir kjósend- ur og fá ekki skilið, að voldugasta heimsveldið þurfi 96

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.