Réttur


Réttur - 01.09.1938, Blaðsíða 32

Réttur - 01.09.1938, Blaðsíða 32
á mjög háu stigi, Þjóðverjar hafa því ekki einungis losn- að við hættulega og nálæga fjandmenn, heldur fengið ógrynni af hráefnum til hergagnaiðnaðar og verksmiðj- ur af ýmsu tagi. Ennfremur er nú leiðin að olíulindum Rúmeníu opin. Kitað í nóvember 1938. Skúli Þórðarson. Amxna mín. Það var haust, og biðukollan grúfði sig, gráhærð og auðmjúk, í gulbleikri hánni. Það var haust. Fjöll hafði ég farið, og förin var heitin til þín. Ég kom til að kveðja þig, til að kveðja þig, amma mín. Svo dvaldi ég hjá þér eitt dægur og draumana mína þér sagði og áform mín öll. Með ellinnar barnslegu auðmýkt og ástúð, þú hönd þína lagðir á mína, og sagðir: „Guð blessi, drengur minn, áform þín öll“. Svo blánaði af degi, og burtfararstundin var björt og heið. Til ferðar ég bjó mig og fólkið kvaddi. Þú fylgdir mér aðeins á leið. 200

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.