Réttur


Réttur - 01.03.1939, Síða 55

Réttur - 01.03.1939, Síða 55
fast við uppgötvun sína. Er það ekki þú? Hver er þá þessi maður? Það ert þú, er það ekki? Nei, svaraði Josep Benedek. Þetta er mynd af einræð- isherra. Tólf hundruð pengour, bætti hann við ekki laust við ánægju. Hvað er einræðisherra, pabbi, hélt snáðinn áfram. Hver er hann? Einræðisherra, sagði Josep Benedek án dvalar ... Einræðisherra er maður, sem skipar öðrum fyrir, og allt er gert eins og hann vill. Er hann ekki kóngur þá? spurði Bandi. Er það ekki kóngurinn, sem skipar fyrir? Jú, svaraði faðir hans, kóngurinn er forseti lýðveld- is líka, t. d. foresti Bandaríkjanna í Ameríku. En ein- ræðisherra ... sjáðu til, einræðisherra er eitthvað meira en kóngur, voldugri — þú lærir annars um þetta í sög- unni, þegar þú stækkar. Já, samþykkti drengurinn í hlýðni, en bætti við hreyk- inn, um leið og þeir héldu áfram: Hann er líkur þér, pabbi. Það tók ekki feðgana langan tíma að líta yfir mynd- irnar í hinum sölunum. Þeir staðnæmdust öðru hvoru við einhverja myndina, og Josep Benedek leit við og við í skrána og skaut fram einhverri lærdómsríkri skýr- ingu. En eftir tæpan hálftíma voru þeir komnir í fremsta salinn andspænis nr. 32. Þeir færðu sig alveg upp að myndinni, svo skrefaði Josep Benedek afturábak, steig ofan á tána á einhverjum, bað afsökunar, og virti nú myndina fyrir sér með samankipruðum augum og úr þeirri réttu fjarlægð. Hann er svipaður mér hugsaði hann, honum sviparf tvímælalaust til mín. Hvaða einvaldur skyldi þetta vera. Ekki er það Musso- lini, eða hvað hann heitir þessi pólski eða litháiski her- foringi. Hver getur þetta verið? Hann er ekki einkenn- isbúinn, hélt hann áfram heilabrotum sínum, en hvaða ■einræðisherra getur þetta verið? Allt í einu snérist hann á hæli. Bíðið þið andartak drengir, sagði hann og hrað- 55

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.