Réttur


Réttur - 01.03.1939, Síða 67

Réttur - 01.03.1939, Síða 67
handa. Alfonso? ... Manuel? ... Jú, það var eitthvað í þessa átt. Manuel de Santos eða eitthvað. Hann hvessti augun út í myrkrið. Ég skyldi hafa staðið mig, kom skyndilega í huga hans. Mér skyldi hafa heppnast? Ég skyldi hafa barið niður allan mótþróa. Ég skyldi ekki hafa þurft að flýja! Mér skyldi hafa heppnast, ef ... ef ég hefði verið einræðisherrann. Og jafnvel meðan svefninn seig honum æ þyngra á brá, glumdi hvæs vél- byssanna í eyru hans, dauðahrygla fallinna óvina og brak hrynjandi húsa. Og þegar værðin og þægindin vöfðust að líkama hans, þessa hrjóðlátu og fi'iðsælu nótt, og vögguðu honum í svefn, dreymdi hann, að hann træði upp í sig með báðum höndum girnilegum og góm- sætum mat, kyngdi honum áfergur, og munnurinn vætl- aði í safa. Og líklega urðu draumar hans á þessa leið, vegna þess að Josep Benedek — eins og við vitum — neytti hvorki miðdegis- né kvöldverðar þennan dag, og hann var sársvangur í svefninum. E. M. þýddi. Vfiðsfá. Það mun ekki leika á tveim tungum, að Miinchensátt- málinn milli fasistaríkjanna, Þýzkalands og Ítalíu ann- arsvegar, og hinna vestrænu lýðræðisríkja, Englands og Frakklands hinsvegar, hefir valdið meiri aldahvörf- um í álfunni, en nokkur annar stjórnmálaviðburður síð- an heimstyrjöldinni lauk. Ef sleppt er öllu blekking- arhjali þeirra aðila, er að sáttmálanum stóðu, þá voru afleiðingar hans þær, að Frakkland glataði pólitísku for- ræði á meginlandi Evrópu, en Þýzkalandi var brautin greið til pólitískra og efnahagslegra áhrifa um iSuðaust- úr-Evrópu og Balkanskaga. Hið blómlega suðaustur- evrópíska lýðveldi, sem verið hafði ein hin traustasta stoð Frakklands í Mið- og Suðaustur-Evrópu, varð við missi Súdetahéraðanna gagnslaus geldingur, sem hlýddi hverri bendingu hins einmana soldáns í Berchtesgaden. 6T

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.