Réttur - 01.05.1967, Síða 34
tn. af olúmíni á ári. Einnig námufélagið í Boke, en
þar eru unnin 7—10 millj. tn. af bauxite á ári.
Annar námuiðnaður, verzlun, bankar, flutningar,
verksmiðjur, tryggingafyrirtæki og uðrar greinar
etnahagslifsins eru eign þjóðarinnar.
Boke fyrirtækið er blandað hlutafélag. Ginea
leggur til hráefnið og á 49% hlutabréfanna; er-
lenda auðmagnið leggur til fjórmagn i byggingu
hafnar og járnbrautar og allnn tækniútbúnað til
vinnslunnar og á 51 % hlutabréfanna. Stjórn fyr-
irtækisins er i höndum Gíneumcnna, tækniliðið frá
báðum. 65% hagnaðarins rennur til Gineu, 35%
til hinna erlendu aðila. I reynd verða allar bygg-
ingai fyrirtækisins, höfn, járnbraut og vegir, i
höndum alþýðunnar í Gineu.
Gínea er tvimælalaust sterkari aðilinn i þessum
samningum og þessi fjárfesting mun gera okkur
kleift að nytja fyrr en ella námuauðæfin i Boke-
héraði — og við skilyrði sem tefja okkur ekki á
neinn hátt á hinni ekki-kapitalisku leið sem þjóð-
in hefur kjörið sér. Ég legg áherzlu á að það er
engin grein efnahagslifsins undir erlendu eftirliti,
allt eftirlit og stjórn er i höndum rikisins.
Hvaða sess skipið þér byltingunni i Gíneu meðal
byltinga heimsins?
— Byltingar eru hluti veraldarsögunnar, bylt-
ingarhreyfingar eru jafn gamlar þjóðfélaginu —
þær eru afleiðing andstæðanna í þjóðfélaginu . . .
Alþjóðasamtök flýttu fyrir því að byltingarhreyfing
verkalýðsins varð alþjóðleg. Þessari þróun óx ás-
megin með tilkomu hins sósíaliska heimshluta —
sem varð samnefnari fyrir þrá og óskii verkalýðs-
ins I heiminum og hlaut um leið að setja svip á
byltingarbaráttuna almennt . . .
Mikilvægur þáttur 1 byltinparhreyfingu heims-
ins er baráttan gegn neimsvalaastefnunni og þar
gegnir þjóðfrelsishreyfingin stóiu hlutverki. Það er
auðvelt að sanna, að AMka tók virkan þátt ! þeirri
baráttu allt frá því andstaðan hófst þar gegn ný-
lenduokinu, og verður því að teljast hlutgeng i hinni
alþjóðlegu byltingarhreyfingu fró upphafi — sem
og nú með baráttu sinni fyrir eigin frelsi og sjálf-
stæði og stofnun ríkja, er verða óháð kapítalism-
anum félagslega, hernaðarlega og ménningarlega.
Framlag hennar til hcimsbyltingarinnar verður að
metast eftir sigrum hennar.
Hvort sem hinar einstöku byltingarhreyfingar
viðurkenna hverja aðra eða ekki, styðja hverja
aðra eða ekki, þá er það víst að þær hafa almenn
samkenni og þyngja sömumegin metaskálar heims-
aflanna. Ég hygg að heimsástandið sé það illt um
þessar mundir að staðbundnir sigrar verði varla
unnir. Það er í samstöðu að hin byltingarsinnuðu
öfl sigra, annars er ósigurinn vís
Byltingarsinnuð Afríka verður að gera sér Ijóst
að barátta hennar hlýtur að vera nátengd baráttu
allra annarra afla gegn imperíalismanum og að
hún verður að samsafrij sig þessum öflum — sigr-
ar þeirra eru einnig hennar sigrar.
I ár er 50 ára afmæli verkalýðsbyltingarinnar.
Hver teljið þér áhrif hennar og sósíulísku ríkjanna
á alþýðu Afríku og einkum Gineu?
Ég lít á 50 ára afmæli sovétbyltingarinnar sem
hátíð ollra byltingarafla i heiminum, hátið allra
þjóða, allra karla og kvenna sem berjast fyrir þjóð-
félagsréttlæti, frelsi og framförum . . .
Teljið þér reynsluna i rikjum sósíalismans koma
að gagni til lausnar vandamálum i Gíneu?
Það er erfitt að svara þessari spurningu eins itar-
lega og ég vildi. Stjórnarfar hefur sín almennu ein-
kenni, hvert land og þjóð sin sérkenni . . . Sósíal-
isminn byggir á ákveðnum almennum grundvall-
aratriðum og það er ekkert sérþjóðlegt við hann —
hann er ekki miðaður við eina þjóð sérstaklega,
þjóðflokk eða heimsálfu. Hann er almennur og ó-
háður eins og visindin. Þótt þjóðirnar sem fram-
kvæma hann hafi svipaðar óskir og viðhorf i þjáð-
félagsmálum, þá er landfræðilegt umhverfi, saga
og efnahagsaðstæður breytilegar og á mismunandi
stigi . . .
Við reynum að kynna okkur sem bezt hvernig
sósialísku ríkin hafa le/st vandamálin, eu notagildi
aðferða þeirra fyrir okkur fer algerlega eftir okkar
rcnnsóknum og skilgreiningum á ástandinu og
öllum aðstæðum hjá okkur. I sumum tilvikum get-
um við e. t. v. farið eins að, í öðrum krefjast sér-
stakar aðstæður annorra úrlausnc,
90