Réttur - 01.05.1967, Síða 66
hætti einvaldskonunga. Undir hið sameinaða
verkfall ýtti einnig óánægja almennings í garð
efnahagsstefnu de Gaulle og ráðherra hans
Debré.
Jean Daniel, ritstjóri Le Nouvel Obser-
vateur, metur pólitíska þýðingu verkfallsins
þannig: „Nýmælið með verkfallinu — og
undarlegasta fyrirbærið í augum útlendinga
sem höfðu smám saman vanizt pólitísku afsali
okkar — er að Frakkar hafa uppgötvað að
nýju að þeir eru ábyrgir og fullveðja menn og
hafa tök á að ráða örlögum sínum sjálfir.“
HLAUT 48%
Síðan i vor hefur japanska ríkisstjórnin
þungar áhyggjur af 63 ára gömlum hagfræði-
prófessor, Micobe að nafni, sem er fjörlegur í
fasi og frábær ræðumaður. Því Micobe er
marxisti og — það sem meira er — hlaut 48%
atkvæða við 'bæjarstjórnarkosningarnar í
stærstu borg heimsins, Tokyo, sem hann
stjórnar nú sem foringi bandalags sósíalista og
kommúnista.
Sigur sinn á hann því að þakka öðru fremur
að hann hafði upp á stefnuskrá að bjóða, á
sama tíma og andstæðingar hans, frjálslyndir
(sem atvinnurekendur styrkja) og bandamenn
þeirra, sósíaldemókratar, hömpuðu aðeins
einu slagorði: „Rauði fáninn skal aldrei blakta
yfir tignarlegasta ráðhúsi Asíu! Aldrei!“ Bak
við þessi slagorð lá raunar neikvæð stefnu-
skrá: áframhaldandi fylgispekt við Bandarík-
in (samningurinn við þau rennur út 1970),
fjandskapur við kínversku menningarbylting-
una (sem japanskir sósíalistar leyna ekki sam-
úð sinni með) og status quo fyrir ibúana, þ. e.
áframhaldandi spilling í stjórnkerfinu.
Micobe lét hugmyndafræðileg deilumál
liggja í láginni („mér er fjandans sama um
rauða fánann!“ er haft eftir honum), en beindi
kastljósinu að smærri vandamálum sem
Tokyóbúar eiga daglega við að stríða: verð-
hækkunum, milliliðabraski, húsnæðisskorti,
ófullnægjandi almannaþjónustu á sviði sam-
gangna og hreinlætis, umferðaöngþveiti o. s.
frav. Á eftir kæmu hin hugmyndafræðilegu
vandamál.
Avöxtur þessarar stefnu: 14% atkvæða-
aukning, samanborið við fyrri atkvæðatölur
sósialista- og kommúnistaflokksins sem gengu
nú í fyrsta sinni sameinaðir til kosninga.
VIETNAM AFRÍKU
Þegar leiðtogi þjóðfrelsisfylkingar Mozam-
bique var á ferð um Norðurlönd í fyrra, kall-
aði hann land sitt „Vietnam Afríku.“ Þjóð-
frelsisbarátta íbúanna í Mozambique hefur nú
leitt til blóðugra hernaðarátaka, þar sem ekki
verður snúið til baka. Nauðsynlegt er að
kynna betur hér á landi framferði Portúgala
í Afríku, ekki hvað sízt vegna þess að þeir
eru bandamenn okkar í Atlantshafsbandalag-
inu.
I Afríku kúga Portúgalar enn 10 milljónir
Afríkubúa, þ. e. í Angola, Mozambique og
Guineu. í ár eru tíu ár liðin síðan uppreisnin
hófst í Angóla, en hún hefur síðan breiðzt lit
til annarra nýlendna Portúgala. Helmingur
fjárveitingar Portúgals fer í að standa straum
af herkostnaði í nýlendunum og fjárhagsað-
stoð annarra Atlantshafsbandalagsríkja gerir
þeim kleift að halda stríðinu áfram. Tilkoma
hinna frjálsu ríkja í Afríku á þessum áratug
hefur auðveldað mjög frelsisbaráttuna í ný-
lendunum. 1 nýfrjálsu ríkjunum hafa þeir
komið upp æfingabúðum og skólum til að
þjálfa skæruliða.
Sameinuðu þjóðirnar hafa margsinnis sam-
þykkt ályktanir þess efnis, að stefna Portúgala
er fordæmd og hvatt er til verzlunarbanns á
Portúgal, og þá einkum banns við vopnasölu.
122