Réttur


Réttur - 01.01.1968, Page 13

Réttur - 01.01.1968, Page 13
örálfu, sér í lagi í Kanada... Fyrstu árin eftir styrjöldina „erfðu" Bandaríkin enn- fremur áhrifasvæði Breta í Grikklandi og annars staðar við Miðjarðarhaf, að viðbættum Ausmrlöndum nær (Iran, Jórdaníu og Irak). Þannig var hlutdeild bandarískra auðhringa í olíuvinnslunni þar aðeins 13% fyrir síðari heimsstyrjöld en 65% árið 1960. Hlutdeild Breta minnkaði að sama skapi, úr 60% í 30%. Af hinu sigraða Japan tóku Bandaríkin við Okinawa og herstöðvum á Kyrrahafi. Þau urðu hæst ráðandi í S.-Kóreu og á Taiwan (Formósu). Bandaríkin tóku við Indókína aí Frökkum, eftir að þau höfðu árangurslaust veitt frönsku nýlendustjórninni ógrynni fjár til þess að hún fengi haldið skaganum." PAX AMERICANA Enda þótt Bandaríkin spöruðu þannig ekk- ert til þess að gegna sem samvÍ2kusamlegast hlutverki heimslögreglu fyrir auðvaldskerfið, tókst þeim ekki að „friða" þriðja heiminn og sætta íbúa hans við hlutskipti hungurs, sjúk- dóma og ólæsis. Þeim tókst að brjóta bylt- inguna í Grikklandi (1947—8) á bak aftur (án þess að Stalín hreyfði mótmælum: svo fastheldinn var hann á samninga sína við Churchill frá 1944), en miklu örlagaríkara var að Mao leiddi kínversku byltinguna fram til sigurs, hversu marga miljarða dollara sem Bandaríkin hlóðu í veg hennar, og hversu litla trú sem Stalín hafði á sigurlíkum henn- ar. Bændaherir Maós voru sú flóðalda sem ekkert fékk haldið aftur af. Þeir lokuðu dyr- um kínverska markaðarins sem Bandaríkja- menn höfðu allt frá aldamótum lagt ríka á- herzlu á, að yrði haldið opnum. Og á eftir komu ósigrar franska nýlenduvaldsins í Indó- kína og í Alsír fyrir þjóðfrelsis- og félags- byltingu. í dag blasir við afhroð hálfrar milj- ónar hers í Vietnam fyrir sömu þjóðfélags- öflum. Imperíalisma Bandaríkjanna hefur vissu- lega tekizt að hindra að hrun nýlenduveld- anna í Evrópu leiddi til hruns auðvaldskerfis- ins á heimsmælikvarða. Þeim hefur tekizt að hindra að í kjölfar pólitískrar umbyltingar þriðja heimsins sem veitt hefur flestum ríkj- um hans formlegt sjálfstæði, sigldi félagsleg alþýðubylting er kollvarpaði arðránsaðstöðu heimsvaldastefnunnar í þessum sömu ríkjum. En þeim hefur ekki í sama mæli tekizt að tryggja „pax americana" — bandarískum ein- okunarhringum varanlegan frið til arðráns. Friður þeirra hefur ekki aðeins verið rofinn af þeim sigursælu byltingum sem að ofan greinir, heldur blasir nú við að bylting hinna fátæku gegn yfirdrottnun hinna ríku ólgar í mörgum löndum hins vanþróaða heims- hluta. Þannig virðist myndin af heimsástand- 13

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.