Réttur


Réttur - 01.01.1968, Page 35

Réttur - 01.01.1968, Page 35
HEIMSVELDI Á HELVEGI Dr. Martin Luther King er myrtur. Hinar hyldjúpu andstæður amerísks þjóðfélags opn- ast á ný, gína enn einu sinni við gervöllum heimi. I stórborgum Bandaríkjanna logar. Johnson forseti, kúrekinn með keisaravald- ið, leitar friðar í Víetnam. Hikandi og hrædd- ur við eigin „hauka", — með flækjur og undanbrögð gagnvart eigin friðarsinnum, — tvístígur voldugasti valdsmaður heims á þeim vegamótum, þar sem annar vegurinn liggur til nýs Dien Bien Phu — og hinn til heims- stríðs og heljar. Hvert heldur heimsveldið mikla, sem eitt sinn ætlaði að gera þessa öld ameríska? Fyrir einni öld héldu tvær yfirstéttir fram- ar öðrum alþýðu heims í skefjum: Rússneska ke.'saravaldið og brezka heimsveldið voru tákn þeirra. Þau heimsveldi eru nú bæði hrunin. Oðru steypti alþýðan. Hitt leystist upp undan sóknarþunga frelsisleitandi þjóða, en ein hygnasta yfirstétt heimssögunnar held- ur þó enn mörgum arðránsþráðunum í sinni hendi. — Það hlýmr hver yfirstétt þau örlög, sem hún með viti sínu, fávizku eða ofstæki áskapar sér. Fyrir rúmum aldarþriðjungi þóttist þýzka auðmannastéttin reisa þúsund ára ríki sitt á 35

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.