Réttur


Réttur - 01.04.1969, Side 19

Réttur - 01.04.1969, Side 19
mannsbarn 1948 og „Endurminningar" fjög- ur bindi 1948 til 1951. Þegar við sósíalistar tókum við útgáfu „Réttar" 1926, snerum við okkur til Nexö, til þess að fá leyfi hans til að birta þætti úr sögusafni hans „Auðu sætin", sem Finnur Jónsson á Isafirði hafði þýtt. Veitti skáldið okkur það leyfi í elskulegu bréfi, sem mynd birtist hér af, og í „Rétti" 1926 birtist síðan „Inngangurinn" að „Auðu sætin" og „Sonur guðs og óskabarn andskotans". Síðast sá ég Martin Andersen Nexö 1947 í Stokkhólmi. Konnnúnistaflokkur Svíþjóðar átti 30 ára afmæli og hann var þar fulltrúi danska Kommúnistaflokksins en ég Sósíal- istaflokksins. Tign og reisn þessa 78 ára öld- ungs gleymist ekki þeim, sem báru gæfu til að kynnast honum eigi aðeins skáldinu heldur og persónunni. Martin Andersen Nexö og skáldbörnin hans, — Pelle, Ditta, Morten rauði og önnur — munu lifa í hjörtum þess verkalýðs, sem þekkir þau, rís upp í fátækt sinni og berst fyrir sósíalismanum, fyrir frelsi alþýðunnar. Eggjan hans og áminning mun vaka í hug- skoti þeirra, meðan undirokun enn er til og h'tilmagninn órétti beittur. Og eftir að sigur inn er endanlega unninn, mun minningin um hugumstóran brautryðjenda, þakklætið til mikils skálds, sem aldrei brást málstaðnum, ';fa hjá sigursælli alþýðu framtíðarinnar. Einar Olgeirsso/i. Gerð var í Danmörku ágœt kvikmynd um fyrri hlutann af „Ditta mannsbarn" með Tove Maes í aðalhlutverkinu. Hér eru nokkrar myndir úr henni. 67

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.