Réttur


Réttur - 01.04.1970, Page 1

Réttur - 01.04.1970, Page 1
Hin hörðu stéttaátök maí-júnímánaðar 1970, kosningarnar og kaupdeilurnar, eru um garð gengin. Þetta Réttarhefti beið úrslita þeirra átaka. I kosningunum til bæjarstjórna varð flokkur íslenzkra sósíalista, Alþýðu- bandalagið, í fyrsta skipti í sögu sósíalistískrar verklýðshreyfingar á íslandi að heyja baráttu við klofning bæði til hægri og ,,vinstri“. Kom Alþýðubanda- lagið vel út úr þeirri eldraun: náði svipuðum styrkleika og Alþýðubandalagið hafði sem samfylkingarsamtök fyrir klofning. Hefur flokkurinn með því að sigrast á þessum klofningstilraunum fengið hina ákjósanlegustu viðspyrnu til þess að verða hvortveggja í senn: sósíalistískur fjöldaflokkur og allsherj- arflokkur íslenzkrar alþýðu í stéttabaráttu hennar og þjóðfrelsisbaráttunni. Er nú hin brýnasta þörf á slíkum markvissum fjöldaflokki eftir það, sem gerzt hefur í kaupdeilunum. Með úrslitum kaupdeilanna var vörn snúið upp í sókn, samanborið við kaupsamninga síðustu ára. ,,Við höfum hafið sóknina, við þurfum að halda henni áfram", mælti Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, á fundinum mikla 19. júní. Hlutfallstala kauphækkana var hin hæsta, sem náðst hefur í 41

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.