Réttur


Réttur - 01.04.1970, Qupperneq 3

Réttur - 01.04.1970, Qupperneq 3
HJALTI KRISTGEIRSSON: UPP ÚR ÖLDUDALNUM? / ^ A vordögum 1970 geisaði stéttastríð á 1 f- landi. Vérkalýðsstéttin undi ekki lengur stór- felldri kjaraskerðingu síðustu ára og krafðist kauphækkunar og fleiri lagfœringa á samn- ingum. Þegar útséð var um að viðsemjend- ur sinntu kröfunum án þess að finna styrk- leika á bakvið þcer, hófust umfangsmikil verkföll — þau fyrstu hinn 21. maí — og þeim slotaði ekki fyrr en 2. júlí, er síðustu iðnaðarmannafélögin náðu samningum. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þeirri þróun verðlags og kaupgjalds er var baksvið þessara stéttaátaka, og einnig verður fjallað stuttlega um þann árangur sem verkalýðshreyfingin barðist fyrir og náði. Verðlagsþróun frá september 1967 fram til maí í ár er í sem stærstum dráttum þessi: Verðlag á almennum neyzluvörum og þjónustu hefur hækkað um 62,9%, en á mat- vörum einum um 75,5%. Vísitala fram- færslukostnaðar sýnir 56,6% hækkun. Við kaupmáttarútreikningana í meðfylgjandi töflum er notuð vísitala vöru og þjónustu, enda er hún viðurkenndur mælikvarði til þeirra hluta. Upphafstími vísitöluraðanna, september 1967, er valinn af eftirfarandi ástæðum: Nauðsynlegt er að leita aftur á „verðstöðvun- artímabilið", sem ríkti frá hausti 1966 til hausts 1967. Allan þann tíma var vísitölu framfærslukostnaðar haldið í 195 stigum og kaupgreiðsluvísitölu í 188 stigum (það þýddi 15,25% verðlagsuppbót á þáverandi grunn- laun). Var þá eðlilegast að miða raðirnar við verðlag í september, sem var hinn fyrsti af síðasta 3ja mánaða kaupgreiðsluvísitölu-tíma- bilinu. I nóvember komu fram í vísitölu áhrif af lækkun og niðurfellingu niðurgreiðslna. Þær efnahagsráðstafanir ber að skoða í sam- hengi við það, sem síðar kom á daginn. Hinn 24. nóv. 1967 lækkaði Seðlabankinn gengi íslenzkrar krónu, þannig að hver bandaríkjadalur varð 57 krónur í stað 43ja 43

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.