Réttur


Réttur - 01.04.1970, Page 16

Réttur - 01.04.1970, Page 16
FRA MAMMONSRIKI John D. Rockefeller hinn fyrsti af oliukóngaætt Standard Oil, táknmynd ameríska auðhringavaldsins. Matthíasi Jocht/mssyni, þjóðskáldinu okk- ar, gaf sýn, er hann sótti Bandaríkin heim 1893■ Hann sá eigi aðeins hvað þar hafði gerzt: að ótti Abrahams Lincolns um örlög lands síns* hafði reynst á rökum reistur, auð- vald hafði gleypt frelsið marglofaða og eitrað allt þjóðlíf peningamati sínu. Og Matthías brennimerkti Bandaríkin „Mammonsríki Ameríku". En Matthias sá lengra fram. Hann sá að við þetta vald yrði að heyja baráttu og eggjar landana lögeggjan: „Hvað er FRELSIP — Hjóm og þvaður, hjörinn ÞINN nema sigurinn vinni! Þrcelajörð þór veröldin verður, verk. þín sjálfs nema geri þið frjálsan". * Abraham Lincoln sagði 1865 skömmu fyrir dauða sinn: ,,Ég sé í framtíðinni kreppu nálgast, sem ég óttast og gerir mig órólegan um öryggi lands míns. Voldug auð- félög hafa risið upp í kjölfar styrjaldarinnar; tímabil spillingar á œðstu stöðum landsins mun af því leiða og peningavaldið í landinu mun reyna að lengja herra- vald sitt með því að auka sér í vil hleypidóma fólksins, þangað til allur auður hefur safnazt á fáar hendur og lýðveldið er eyðilagt. Mig uggir nú meir um öryggi lands míns en nokkru sinni fyrr, jafnvel meir en þegar styrjöldin var verst“.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.