Réttur


Réttur - 01.04.1970, Síða 19

Réttur - 01.04.1970, Síða 19
baki þessari afskræmingu þjóðlífsins, sem gerir „frelsisins fimbulstorð'' að ógnþrungn- asta blóðveldi heims? Hervald og auðvald er sameinað í eitt drottnunarvald, sem rœður öllum gerðum Bandaríkjastjórnar — og líklega ætti hver Bandaríkjaforseti, sem breytir á móti vilja þessa valds á hætm að vera steypt með her- valdi — eða myrtur, eins og Kennedy. Her- foringjarnir í Pentagon láta bándarísku auð- hringana sitja að framleiðslu hergagnanna, en sú framleiðsla er sem kunnugt er í auð- valdsskipulagi mesta gróðalindin. Og auð- hringarnir láta svo herforingjana sitja f há- launuðum stjórnarsætum fyrirtækjanna er þeir hætta í hernum! Samtvinnun þessa her- valds og auðvalds er alger og gagnsýrir þjóð- lífið. Pentagon — hermálaráðuneytið — er sjálft voldugasti atvinnurekandi landsins, skrifstofubákn þess fimmfalt á við aðsetur ríkisstjórnarinnar, eignir þess meiri en nokk- urrar annarrar stofnunar, landeignir þess 2 miljónir ekra, samsvarandi mörgum ríkjum í Bandaríkjunum. Utgjöldin til hermála munu nú gleypa meira en helming fjárlaga- upphæðarinnar og hætta er á að brátt muni helmingur alls atvinnulífs Bandaríkjanna eiga allt sitt undir fjárveitingum til hernaðar. Þá væru Bandaríkin orðin bákn, sem fram- ar öllu væru ætluð til eins: víga, sem í æ ríkara mæli verða morð á saklausu fólki. Hvað um þá, sem þessi valdaklíka óttast að yrði henni Þrándur í Götu þessarar þró- unar? Morðin á John Kennedy, Martin Lutlier King, Robert Kennedy og fleiri tala sínu máli. Harkan við stúdentana, sem mótmæla morðpólitík valdaklíkunnar, og morð á fjór- um þeirra sýna hvert stefnir. Það sem CIA er erlendis, er FBI — leynilögreglan — inn- anlands. Það er slíkur voði á ferðum að jafnvel herforingi og forseti eins og Eisenhower gat ekki orða bundizt að vara við hvert stefndi, er hann skildi við. I skilnaðarræðu sinni 17. janúar 1961 sagði hann meðal annars um „hernaðar- og iðnaðarsamsteypuna" („the military-industrial complex"): 59

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.