Réttur


Réttur - 01.04.1970, Page 21

Réttur - 01.04.1970, Page 21
sinni og réttindaleysi í ríkasta landi heims sem og gegn styrjaldaróhæfunni erlendis. Drengileg barátta þessara Bandaríkja- manna mætti vera þjóðunum í skattlöndum hins ameríska Mammons til fyrirmyndar. Að lokum tvær samvizkuspurningar til sósíalistískra stórvelda heims og vor Islend- inga sjálfra: Hve lengi ætla tveir stærstu kommúnista- flokkar heims, sem ráða voldugustu ríkjum alþýðunnar, Sovétríkjunum og Kína, að „skemmta skrattanum”, með því að láta ósætti sitt vera Bandaríkjunum að skálka- skjóli, því án þess missættis væri Vietnam- stríðinu löngu lokið? Hve Iengi ætla Islendingar með arf kúg- aðrar nýlenduþjóðar í blóðinu, að halda á- fram, eftir að hafa öðlazt stjórnarfarslegt sjálfstæði, að vera þessu blóðveldi hendbendi og herstöð við að brjóta undir auðvald sitt og hervald þær þjóðir jarðar sem það þorir að leggja í? Einar Olgeirsson. (Fjölmörg rit fjalla um þau efni, sem hér er um rœtt. Nefna skal þessi: Gustavus Myers: History of the great American for- tunes. (Modern Library, New York, 1936. Hin sígilda bók um auösöfnunina í „Mammonsríki Ameríku**). Scott Nearinr og Joseph Frecman: Dollar Diplomacy. (Saga útþenslu amerisku heimsvaldastefnunnar fram undir 1930). David Ilorowitz: Bandaríkin og þriðji heimurinn. ^eykjavik, 1969. J. William Fulbrigrht: The Arrogance of power. (Valda- hrokinn). New York 1966. J. J. Arcvalo: Hákarlinn og sardínurnar. Reykjavík 1962. Fred A. Cooks: The Warfare State. (Hernaðarríkið). Jonathan Cape. London 1963. Magnús Kjartansson: Byltingin á Kúbu. Rv. 1962. Magrnús Kjartansson: Víetnam. Rv. 1968. Einar Olgeirsson: ísland og Ameríka. í ,,Rétti“ 1947. 1. hefti Réttar 1968 var fyrst og fremst helgað ame- rísku heimsvaldastefnunni. Eru margar ýtarlegar grein- ar um þessi mál í því hefti, sem og næstu heftum á undan og eftlr. 61 L

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.