Réttur


Réttur - 01.04.1970, Síða 23

Réttur - 01.04.1970, Síða 23
anum er ekki sérgreind þekking heldur hæfni til að nota þekklnguna. .. Hástigi frjélslyndrar menntunar er náð, þegar nem- andinn hefur öðlazt yfirsýn yfir þekkingu sína, jafnframt því sem hann getur skoðað hvern einstakan hluta afstætt til annarra hluta hennar og til heildarinnar...... Þessar skoðanir gætu verið bornar fram nú á dögum. Nákvæmlega þetta eru kröfurnar, sem stúdentar í uppreisnarhug gera til fræðslumála. En n j eru róttækir stúdentar komnir í andstöðu við sporgöngumenn frjálslyndisstefnunnar. Hvað hefur gerzt sem valdið hefur umskiptunum? Árangur þeirrar frjálslyndu hugmyndafræði sem þróaðist á 19. öld fyrir atbeina manna eins og Mills, var sú að háskólarn'r urðu raunverulega sjálfstæð- ar stofnanir og frjálsar einingar í hinu borgaralega þjóðfélagi. Háskólarnir urðu ekki inngreyptur hluti þjóðfélagsins. Þvert á móti dafnaði þar gagnrýn hugsun, sem stundum gat jafnvel véfengt borgara- legt þjóðfélag, gildismat þess og hugsjónir. Margir mikilla byltingaforingja á 19. og 20. öld svo sem Marx, Lenin, Rósa Lúxembúrg, höfðu tekið út and- legan þroska sinn við háskóla. Þarna var því veik mótsetning milli háskóla og þjóðfélags, og hún kom æ berlegar í Ijós eftir því sem neyzluþjóðfélagi auðvaldsins óx fiskur um hrygg. Við háskólana var manngildisstefna til staðar, og draumsýn hennar féll ekki saman við þá efnishyggju sem einkenndi þróuð iðnriki. En lengi vel var þessi manngildis- stefna í heild sinni býsna veikburða. Það var ekki fyrr en eftir 1960 sem hún vaknar af svefni kalda striðsins og vísvitandi ögrar borgaralegu neyzlu- þjóðfélagi með eigin heimsskoðun og eigin sam- félagsmati. Þetta hefur haft það í för með sér, að hugur stúdenta og háskólamanna hefur hneigzt til stjórnmála. Hin veikburða manngildisstefna hefur hjá róttækum stúdentum orðið að sósíalisma, er hvarvetna í Evrópu vegur að því þjóðfélagi sem hvorki virðist vera mannlegt né lýðræðislegt. Há- skólarnir hafa ósköp einfaldlega orðið hættulegir fyrir ríkjandi þjóðfélagsskipan. Við þessar aðstæð- ur reið vitanlega á þvi fyrir máttarvöldin að há- skólarnir væru felldir að þjóðfélaginu eða græddir eins og líffæri á likama þjóðfélagsins, gerðir að sérgreinaskólum og starfsfræðsluskólum. Krafan um innlimun háskólanna i þjóðfélagið spratt einnig af þörfum iðnaðarins fyrir gernýtingu á atorku menntamanna eða því sem kallað er „heilakapítali". Átti það að trygga hagsmuni iðnaðarins á því kostnaðarsama umþóftunarskeiði, sem hann stend- ur nú frammi fyrir. Á yfirstandandi áratug hefur um alla Evrópu gætt tilrauna til að aðlaga háskólana kröfum atvinnulífsins. Að nokkru leyti er það þessi viðleitni sem bjó að baki háskólafrumvarpinu UKAS í Svíþjóð. En háskólarnir eru ekki aðeins sérgreinaskólar sem mennta til vissra starfa. Innan veggja þeirra eru einnig stundaðar rannsóknir, og þær eiga þátt í að skapa heimsmynd. Þegar til lengdar lætur ætti alger innlimun háskólanna í þjóðfélagið að þýða það að heimsmyndin lagaði sig eftir ráðandi stefn- um í atvinnulífinu og eftir þeim óskum sem skjóta upp kollinum í hinu borgaralega þjóðfélagi. Þekk- ingin deildist niður eftir athafnasviðum, og þannig sundur moluð mundi hún í einu og öllu þjóna rikjandi þjóðfélagsskipan. Þá aðeins að fengin er yfirsýn yfir þjóðféiagið og heiminn i heild, er unnt að hefja gagnrýni á umhverfið. Menntamennirnir breyttust i tæknifræðinga sem hefðu það að aðal- starfi að halda slitflötum auðvaldskerfisins æfin- lega vel smurðum. Háskólar fengju að nýju það hlutverk sem þeir höfðu á miðöldum: að vera varn- arvirki þjóðfélagsins, sem þeir væru óaðfinnanlega greyptir inn í. I sliku þjóðfélagi mundi smám sam- an gliðna í sundur öll viðspyrna fyrir gagnrýni sem véfengdi þjóðfélagsgerðina í heild. Slíkt þjóðfélag mundi staðna og verða einviddar þjóðfélag, svo að hnuplað sé orðalagi frá þýzk-ameríska félags- og sagnfræðingnum Herbert Marcuse. Marcuse hefur orðið fræðimaður og kenninga- smiður stúdentauppreisnanna, ívitnaður og dáður allt frá Berkeley-háskólanum í Kalíforníu til háskól- anna í Berlín og París. I bók sinni „Einvíddarmað- ur“, sem kom út í Bandaríkjunum 1964, kveður Marcuse þjóðfélag Vesturlanda einræðiskennt á margan hátt. Það er þjóðfélag, segir hann, sem hefur staðnað við það að sigrast á mótspyrnu- hreyfingunni — ekki með ógnarstjórn heldur með háþróaðri tækni sem hefur skapað síbatnandi efna- leg lífskjör. Með auglýsingum og markaðsstýringu eru æ fleiri þarfir einstaklingsins settar undir eftir- lit og stjórnun. Reyndar ekki aðeins efnalegar þarfir I ströngum skilningi heldur smám saman einnig Innstu hugrenningar og persónulegur metnaður. Verkalýðurinn, sú stétt sem fyrrum stóð vígreif gegn auðaldinu, aðlagast nú kerfinu i borgaralegu þjóðfélagi. Hin umbyltandi breyting á þjóðfélaginu, byltingin sem verkalýðsstéttin fyrrum barðist fyrir, virðist núorðið hafa glatað merkingu sinni. Það er 63

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.