Réttur


Réttur - 01.04.1970, Qupperneq 25

Réttur - 01.04.1970, Qupperneq 25
sjálfu kerfinu. 011 raunveruleg mótspyrna er ólög- mæt. Þjóðfélagið ákveður sjálft hvað er lögmætt og hvað ólögmætt, og þess vegna er tómt mál að tala um lögmæta mótspyrnu. Hið sama er að segja um valdbeitingu. Ef rikinu er eftirlátið að setja valdbeitingunni mörk er fyrirfram verið að viður- kenna sig yfirunninn, því að valdstjórnin hefur alltaf tök á því að láta mótspyrnuna líta út sem ofbeldi en eigið ofbeldi sem lög. I viðtölum við stúdenta í Berlín og Kaliforníu hefur Marcuse sett fram skoðanir sinar á þvi, hver ætti að vera hlutur stúdenta í samslunginni herlist andófsaflanna í þjóðfélaginu. Marcuse hefur verið prófessor við Kaliforníuháskóla siðan 1965, en sögulegar rætur að heimspeki hans liggja í Þýzka- landi. Þar starfaði hann fram að valdatöku Hitlers, en þá flúði hann land, fyrst til Sviss en síðar Bandarikjanna. Frá því að bók hans, Einviddar- maður, kom út 1964 hafa áhrif hans á andófshreyf- ingu bandariskra stúdenta verið í stöðugum vexti. Þessi áhrif skýrast af þeirri aðstöðu sem nýja- vinstri-hreyfingin var þá í. Fram að því hafði hreyf- ingin umfram allt verið siðferðileg mótmælahreyf- ing gegn meðferðinni á svörtum mönnum í Suður- rikjunum. Hvítir miðstéttastúdentar úr Norðurrikj- unum héldu suður á bóginn og unnu að þvi að koma svörtum mönnum á kjörskrá. Kringum 1965 gáfust þeir upp. Með tilslökunum í óveru- legum atriðum gagnvart jafnréttiskröfum hinna svörtu og þar sem annað þraut með óaldaraðferð- um, morðum og mútum tókst hvitum afturhalds- mönnum að slæfa og loks stöðva baráttu stúdent- anna gegn fátækt og afskiptaleysi. Samtimis þessu tók amerískt þjóðfélag að sýna æ fleiri hliðar á eðli sínu. Á útmánuðum 1965 hófu Bandarikjamenn loftárásir á Norður-Víetnam og um sama leyti var gerð innrás í Dómíníkanska lýð- veldið sem hafði það eitt til saka unnið að kjósa yfir sig sósíaldemókratíska rikisstjórn. En slíkt gátu Bandarikin ekki þolað. Róttækir leiðtogar svartra manna voru myrtir hver af öðrum, en hinir hóf- samari kosnir i ýmsar nefndir og ráð, þar sem þeir komust úr kallfæri við svarta bræður sína og létu innlimast i þjóðfélagskerfið. I hégómlegri eftirsókn eftir lífskjörum hinna hvítu smeygist fjötur afborg- ana og lána æ fastar að hinum svörtu þar sem þeir bjuggu í sérhverfum stórborganna frá New York til New Orleans. Samanlagt voru allir þessir atburðir þræðir i einum vef sem sýndi hvernig auðvaldsþjóðfélagið Herbert Marcuse getur með samþættingu velferðarráðstafana og valdbeitingar deyft andófshreyfinguna og haft stjórn á henni. Um þessar mundir lásu stúdentarnir Ein- víddarmanninn, og þeim fannst lýsing bókarinnar eiga við sig. Því það sem Marcuse lýsti var ekki fyrst og fremst neyðarástand sérhverfanna, heldur hið óbeina arðrán kapítalismans á manninum, sál- fræðileg, menningarleg og kynferðileg undirokun mannsins. Einnig í Þýzkalandi lásu stúdentarnir verk Mar- cuses. Þar hafði á árunum eftir stríð mótazt þjóð- félag, sem í mörgu tilliti minnti á hið bandariska, þjóðfélag þar sem glæst forhlið velferðar huldi alvarlegar mótsagnir og vesöld. Vesturþýzkt þjóð- félag stærði sig af prent- og skoðanafrelsi, en með þvi að örfáar voldugar samsteypur áttu stóra hluta blaðakostsins, gátu þýzku auðmennirnir i ríkum mæli stýrt stjórnarandstöðunni. Marcuse sýndi þýzkum stúdentum fram á hve alræðislegt það þjóðfélag var, sem umlauk þá á allar hliðar. 65

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.