Réttur


Réttur - 01.04.1970, Page 26

Réttur - 01.04.1970, Page 26
Þeir risu þá upp, settu stóru blaðaútgefendurna i bann og, er þetta stoðaði ekki, hófu þeir beinar árásir með því að sitja fyrir blaðabílunum og kveikja í þeim. Þeir beittu andþingræðislegum að- ferðum til að ná takmarki sínu, enda var valda- uppspretta þjóðfélagsins ekki i þinginu heldur hjá mönnum fjármagnsins, hinum miklu einokunarfyr- irtækjum. Þeir skirrðust ekki við valdbeitingu eins og þeir þó höfðu áður haft að reglu. Þeir voru sama sinnis og Marcuse að telja aðgerðir, sem voru skilyrðislaust án valdbeitingar, einungis til þess fallnar að styrkja hina lögleyfðu valdbeitingu: Valdbeitingu lögreglunnar gegn friðsömum mót- mælagöngum og valdbeitingu iðnaðarins gegn verkamönnum, er þeir eru kúgaðir til ómannlegrar, líkamlega og andlega sligandi vinnu við færibönd- in. Hins vegar beittu stúdentar ekki valdi gegn fólki heldur gegn hlutum, napalmflutningum, blaða- bilum, sendiráðsbyggingum. Marcuse telur sig marxista, en hugsun hans er einnig undir sterkum áhrifum Freuds og annarra sálgreina. I bók frá 1955, Eros and civilization (Lífshvöt og menning), fjallar hann um kynferðilega undirokun í borgaralegu þjóðfélagi. I neyzluþjóð- félaginu er kynhvötinni fengin útrás. skrifar hann, i samkeppni og veðhlaupa-anda, sem reka manninn áfram til æ frekari afkasta. Þessi stöðugi eftirrekstur skapar uppreisnarþörf, en í borgara- legu þjóðfélagi beinist hún samt ekki að sjálfri þjóðfélagsgerðinni, heldur fær í staðinn útrás í frjálsara hvatalifi og kynlifsuppreisn. Með þessum hætti verður róttæknin auðveldlega að kynlifsrót- tækni, yfirborðsróttækni sem aðeins sækist eftir frjálslegri kynlífsvenjum en kærir sig kollótta um þjóðfélagið. Lágkúruleg kvikmyndatækni, fegurðar- sýningar og auglýsingabrögð koma því til leiðar, að í neyzluþjóðfélaginu einskorðast hið kynferði- lega við ákveðna líkamshluta og vissar athafnir. Marcuse spyr nú þeirrar spurningar, hvort ekki væri hægt að skapa þjóðfélag þar sem sjálft vinnu- ferlið væri lostug athöfn, þar sem vinnan væri un- aður. Marcuse heldur því fram að í auðvaldsþjóð- félaginu sé vinnan innan sviga í lífi manna. Sá un- aður sem vinnan gefur stafar bara af ytri kringum- stæðum, þóknun, fjármunum, virðingu og öðrum verðmætum utan sjálfs vinnuferlisins. Það sósíal- iska þjóðfélag sem Marcuse væntir er þjóðfélag nýrra eiginda, jafn frábrugðið skriffinnsku-einveldi Austur-Evrópuríkja (sem Marcuse metur ekki mik- ils) og valdsjúku þjóðfélagi Vesturlanda. Verk- efnið er að skapa þjóðfélag lýðræðisins jafnt i grundvelli sem yfirbyggingu, þjóðfélag þar sem lýðræðið felst ekki i því einu að menn setji at- kvæðisseðil i kjörkassa annað hvert ár, heldur sé lýðræðið komið inn á sjálfa vinnustaðina. Á Vest- urlöndum er lýðræðið búið um leið og menn fara tíl. vinnu. I hinu nýja sósíalíska þjóðfélagi verður unnt að gera vinnuna lýðræðislega og skapa á þann hátt forsendur þess að vinnan veiti mönnum unað í stað áþjánar. Með kennlngum sínum um nautnalíf og fagur- fræði byltingarinnar og hins nýja þjóðfélags hefur Marcuse aflað fylgismanna langt út fyrir raðir stúd- enta svo sem í hópi þess æskufólks sem af mis- munandi ástæðum er óánægt með vandlega farð- aða velferð Vesturlanda, meðal hippa og jippa af ýmsu tagí. Enda lítur Marcuse svo á, að i upp- reisnum sínum séu stúdentar jafnt að rísa upp gegn siðgæðisreglum kynlifs og lyfta af sér stjórnmála- legu fargi. Þeir sem risa upp þurfa ekki aðeins að móta nýja skoðun á þjóðfélaginu heldur einnig nýja mannlifssýn. I alltof ríkum mæli hefur túlkun á sósíalismanum verið miðuð við takmörk okkar eigin þjóðfélags. En sósialískt þjóðskipulag á að fara langt út fyrir það og vera allt öðru vísi: Þjóðfélag þar sem maðurinn er ekki sligaður af tilgangslausu striti, þar sem maðurinn er ekki settur í vitstola kapphlaup eftir efnislegum gæðum, eftir virðingar- táknum og jafnrétti í neyzluvenjum, þar sem mað- urinn er ekki kynferðilega undirokaður, þar sem umhverfi mannsins er ekki eitrað; samfélag þar sem maðurinn er ekki aðskotadýr heldur sjálf við- miðun tilverunnar. Hj. sneri. 66

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.