Réttur


Réttur - 01.04.1970, Page 27

Réttur - 01.04.1970, Page 27
UPPREISNIN í VARSJÁ 1944 Saga pólsku þjóðarinnar er rík af hetjudáðum og sorgleikjum, ekki sízt af uppreisnum, sem enga áttu von um sigur. Stundum voru þessar uppreisnir gerðar til þess að deyja heldur sem hetjur með vopn í hönd, en biða gasofnanna. Þannig var upp- reisnin i Gyðingahverfinu (Getto) í Varsjá 1943. — En stundum bjó að baki uppreisnar refskák aftur- halds, en fórnfýsi og hetjuskapur alþýðu léði henni dýrðarljóma sinn. Þannig var uppreisnin i Varsjá 1944. Nýlega er komin út bók eftir einn aðalleið- toga Pólska Verkamannaflokksins (PPR) Zenon Kliszko, sem sjálfur stjórnaði deild ur alþýðuhern- um (AL) og barðist i þessari uppreisn i þeim borg- arhluta Varsjá, sem Zoliborz heitir.* ★ Bók þessi heitir á þýzku ,,Der Warschauer Aufstand, ErinnerunBen und Betrachtuneen" og kom út hjá Dietz VcrlaB í Berlín 1969, þýdd úr pólsku. Zenon Kliszko er fæddur 1908 í Lodz, einni helztu iðnaðarborg Póllands. Hann kynntist strax sem barn arðráninu og kúguninni, sem verkalýður- inn var beittur og varð snemma sósialisti, varð meðlimur i hinum leynilega starfandi pólska Komm- únistaflokk og varð einn af beztu starfsmönnum hans. Fékk hann snemma að kenna á dýflissum afturhaldsins pólska, lenti fyrst i fangelsi aðeins 25 ára að aldri. Árið 1938 var Kommúnistaflokkur Póllands leystur upp undir áhrifum þeirrar ofstæk- isöldu, er þá gekk yfir og nokkrir foringja hans, er dvöldu landflótta i Moskvu, urðu ofsóknaræðinu að bráð. Var það mikill sorgleikur fyrir kommún- istahreyfingu Póllands. En i janúar 1942 var Pólski Verkamannaflokkurinn (PPR) stofnaður og tók strax til óspiltra málanna að skipuleggja baráttu pólsku alþýðunnar gegn þýzku fasistunum, m.a. með skipu- lagningu alþýðuhers (AL). En sá alþýðuher og flokk- urinn varð einnig að vera á verði gagnvart pólska 67

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.