Réttur


Réttur - 01.04.1970, Page 28

Réttur - 01.04.1970, Page 28
afturhaldinu, en útlagastjórn þess sat í London, — og gagnvart leiStogum þess leynihers, er henni hlýddi (AK). GerSi þetta allt baráttuna mjög flókna og reyndi mjög á forustu pólska Verkamannaflokks- ins um aS taka réttar ákvarSanir. En þaS tókst henni yfirleitt ágætlega og þaS þótt fórnirnar, sem for- ystan færSi væru ægilegar: ASalritari flokksins Marceli Nowotko féll fyrir morSingjahendi í árslok 1942. Tók þá Pawel Finder viS starfi aSalritara. En í nóvember 1943 tókst Gestapo, leynilögreglu nazista, aS ná honum og öSrum meSlimi miSstjórnarinnar, en þaS var ein hugrakkasta kona pólsku hreyfingarinnar, Malgor- zata Fomalska. Eftir þetta mikla áfall tók Wlady- slaw Gomulka viS aSalritarastarfinu. — En i milli- tíSinni hafSi orSiS fyrsta uppreisnin í Varsjá gegn nazistum. Uppreisnin I GySingahverfinu í Varsjá hófst 19. apríl 1943. Nazistar voru smátt og smátt aS flytja alla íbúana þaSan til eySingarfangabúSanna , Aus- witz og annarsstaSar. GySingar sáu aS ekkert nema dauðinn beið þeirra og ákváðu að berjast með þeim litlu vopnum, sem þeir gátu náð í, frekar en láta böðlana drepa sig mótstöðulaust. Baráttusam- tök Gyðinga (ZOB) töldu 23 baráttuhópa, af þeim voru 20 kommúnistiskir og sósíalistiskir. Samtökin leituðu aðstoðar útlagastjórnarinnar í London og hins pólska hers hennar, en fengu enga. En hins- vegar reyndi pólski alþýðuherinn (AL) og pólski Verkamannaflokkurinn að hjálpa þeim af fremsta megni, bæði með því að láta þeim vopn og mat í té og eftir ósigurinn að hjálpa þeim til undankomu. En Gyðingahverfið var algerlega einangrað hern- aðarlega, eina samgönguleiðin var neðanjarðar- skolpræsi borgarinnar. Frá 19. apríl til 11. maí stóðu bardagarnir, fyrst götubardagar, síðan um neðanjarðarbyrgin. Gyðing- arnir börðust af fádæma hetjumóð gegn ofureflinu, — menn, konur og börn börðust og féllu. Eftir ósigurinn tókst þó alþýðuhernum (AL) með ótrúlegu dirfskubragði að bjarga þó nokkrum af meðlimum baráttusamtaka Gyðinga gegnum skolpræsin og út úr Varsjá til skæruherjanna. En í rústum Gyð- ingahverfisins börðust einstakir hópar allt þar til í september 1943, meðan nazistar eftir að hafa áSur skotið á hverfið úr fallbyssum og flugvélum, jöfn- uðu allt við jörðu og ýmist drápu strax hvert manns- barn, er þeir náðu, eSa fluttu til eyðingarfangabúða. Pólski Verkamannaflokkurinn studdi Gyðingaupp- reisnina af fylsta mætti og mat mikils þann hetju- skap, er þar var sýndur. Á fundi forystuliðs flokks- ins í Varsja í byrjun mai 1943 sagði Malgorzata Fornalska eftirfarandi um baráttu þeirra: ,,l tíu daga hafa nú bardagamennirnir í Getto, sem dæmdir eru til dauða af fasismanum, háð hetju- lega baráttu. Reykur hinna brennandi húsa liggur yfir Getto-inu (Gyðingahverfinu). Þjóðverjarnir hafa mætt mótspyrnu manna, sem hafa engin baráttu- tæki í höndum. Og þó berjast gamalmenni, konur og börn; allir ibúar Gettosins gefa dásamlegt for- dæmi fórnfýsi og hetjuskapar. Baráttudeildir okkar hjálpa þeim. Og það hefur lika vafalaust áhrif á þá að Sovétþjóðirnar heyja nú strið sitt gegn ill- virkjum Hitlers og munu Ijúka þvi með sigri undir forustu hins ágæta flokks síns, Kommúnistaflokks Sovétrikjanna."* I múgmorðum nazista i Gyðingahverfinu I Varsjá munu um 70.000 manns hafa látið lifið frá 19. april til 16. maí. Þar af munu tæplega 6000 Gyðingar hafa fallið með vopn í hönd. Uppreisnin í Varsjá, er hófst 1. ágúst 1944, var hinsvegar allt öðruvísi tilkomin. Upptök hennar voru ekki örvæntingarfull barátta dauðadæmdra manna, heldur pólitísk refskák pólska afturhaldsins. Þau samtök pólsku þjóðarinnar, sem börðust gegn þýzka fasismanum og voru einnig andvíg þeim pólska, höfðu 1. janúar 1944 myndað einskonar þing þjóðarinnar, þjóðarráð. Átti Verkamannaflokk- urinn frumkvæði að því. Þar með hafði pólska þjóðin sjálf eignast aðila, er gat talað í hennar nafni. Útlagastjórnin í London, þessar leyfar gamla afturhaldsins og pólsku fasistanna, sá sína sæng útbreidda að hún gæti ekki framar talað í nafni Pólverja og fann vonirnar minnka um að hálffasist- ★ ÁriS 1957 birtist mjög ýtarleg og góð saga uppreisn- arinnar í Gettó-inu á þýzku, þýdd úr pólsku, gefin út af Dietz Verlag. Höfundurinn heitir Bcrnard Mark og bókin: „Der Aufstand im Warschauer Gett«*r. 68

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.