Réttur


Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 34

Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 34
Verður nú rakið í tímaröð það helzta sem gerðist í framhaldi af töku sendiráðsins í Stokkhólmi: 21. apríl: Utanríkisráðuneytið birtir nöfn 11 ísl. námsmanna rétt eins og um ótínda glæpamenn væri að ræða. 22. april: Haldinn blaðamannafundur stjórnar SINE þar sem kemur m.a. fram að námsmenn erlendis geta að námi loknu skuldað allt að 800 þús. kr. A blaðamanna- fundinum gerði stjórn SINE grein fyrir meg- inkröfum sínum: 1. Gerð verði áætlun um að námslán nemi allri umframfjárþörf 1974. 2. Að námsmannameirihluti verði í stjórn Lánasjóðsins. 3. Að lánsúthlutun fyrir næsta ár fari fram strax næsta haust. 24- april: Stór hópur æskufólks kemur í menntamálaráðuneytið og setzt á ganga þar. Er kastað út með ofbeldi — stórsá á nokkrum þátttakenda. Þeir drógu rauðan fána að húni í menntamálaráðuneytinu og lýstu fullum samhug með barátm verkalýðsstéttarinnar. 25. april: Islenzkir námsmenn á Norður- löndum efndu til aðgerða fyrir utan sendiráð- in í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Osló. Islenzkir námsmenn í Kaupmannahöfn sendu frá sér yfirlýsingu þar sem segir: „Við biðj- um íslenzk yfirvöld ekki um gjafir, en óskir okkar eru þær að lánin verði aukin svo mikið að öllum verði mögulegt að stunda nám". 26. april: SÍNE og SHÍ efna til fundar í Norræna húsinu með menntamálaráðherra þar sem hann er á algeru undanhaldi og er nú orðið greinilegt að almenningsálitið er farið að hallast mjög frá sjónarmiðum ríkis- stjórnarinnar. Hélt Gylfi blaðamannafund til þess að rétta sig af — en tókst ekki. 28. april: Þennan dag birtir Þjóðviljinn ályktanir vegna námsmannamálsins frá ýms- um aðilum: Frá íslenzkum námsmönnum í Helsinki, Stokkhólmi, en í Stokkhólmssam- þykktinni er m.a. mótmælt hótunum Jóhanns Hafsteins um að svipta þá námsmenn sem stóðu að töku sendiráðsins öllum fjárhagsleg- um stuðningi. Sama dag birtir Þjóðviljinn ályktun sem var samþykkt samhljóða á fundi Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Þar var lýst yfir stuðningi við kröfur námsmanna. Með samþykkt Dagsbrúnar markast greinileg tímamót í baráttu ísl. námsmanna: Hinn sér- hagsmunalegi rammi námsmannabarátunnar hefur gjörsamlega verið brotinn og barátta námsfólks og verkafólks verður samtvinnaðri í augum almennings en nokkru sinni fyrr. 29. april: Þjóðviljinn birtir greinargerð og ályktanir frá íslenzku námsfólki í Lundi og Danmörku með undirskriftum 85 íslenzkra námsmanna erlendis. — Þessa dagana birtast fréttir um baráttu íslenzkra námsmanna í er- lendum blöðum og vöktu greinar „Aften- posten" og „Dagens Nyheter" um ástandið hér á Islandi mikla hneykslun Morgunblaðs- ins og ráðherranna. NIÐURSTÖÐUR Tíðindi námsmannabaráttunnar í vor verða ekki rakin nánar á þessum stað að sinni. Von- andi gefst tækifæri til þess að fá einhvern þeirra, sem í' eldlínunni stóðu, til þess að segja ítarlega frá baráttu íslenzkra náms- manna hér í Rétti. Verður látið nægja að benda á nokkrar aðalniðurstöður: 1. Námsmannabaráttan varð árangursrík að því leyti að hún vakti athygli allra Islend- inga og fjölmargra annarra á kjörum ís- lenzkra námsmanna. Sú harka sem náms- menn sýndu í vor verður vafalaust til þess að ráðamenn þora ekki annað en að sýna 74

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.