Réttur


Réttur - 01.04.1970, Side 43

Réttur - 01.04.1970, Side 43
PARAGUAY Milli Brazilíu og Argentínu eru tvö lítil ríki en ólík: Paraguay og Uruguay. Paraguay er um 400 þúsund ferkílómetrar og íbúatalan um tvær miljónir. Það segir sína sögu, að þriðjungur íbúanna er landflótta erlendis, vegna hinnar hrottalegu ofbeldLs- stjórnar Stroessners herforingja. Hann komst til valda árið 1954 og heldur andstæðingum sínum í skefjum með pólitískum morðum, ógnvekjandi fjöldahandtökum, pyntingum og fangabúðum. Hann ríkir í skjóli jarðeigenda og dyggra stormsveita. 25 jarðeigendur eiga landsvæði ámóta stór og Danmörk, Holland og Belgía til samans og 1552 persónur eiga 317.500 ferkílómetra eða 3/4 hluta lands- ins. Þjóðartekjurnar á mann eru 95 dollar- ar. Um 80% íbúanna eru ólæsir og óskrif- andi. 50% af útgjöldum á fjárlögum rennur til hers og lögreglu, en í þeim eru 40.000 manns, en aðeins 20.000 manns vinna við iðnfyrirtæki landsins. Arið 1940 voru 2077 skólar í landinu, en þá var íbúatalan 1.2 miljónir, en nú eru skólarnir aðeins 1813. Einn af hverjum 2000 íbúum landsins þjást af holdsveiki. Árið 1940 voru 2732 iðnfyrir- tæki í landinu, nú eru þau aðeins 700. Efnahagsaðstoð Framfarabandalagsins og Bandaríkjastjórnar kemur að litlum notum. T. d. sér herinn um vegagerð í landinu. Af hverjum þrem dollurum sem veitt er til vega- gerðar, stingur herinn í eigin vasa tveim. 75% af allri fjárfestingu í landinu er er- lend einkum frá Bandaríkjunum og Argen- tínu. Til að geta fengið áfram fé frá Fram- farabandalagi Ameríkuríkja hefur Stroessner sett á svið lýðræðisstofnanir, en þar sem rit- skoðun og kosningasvik eru fremur regla en undantekning, er ástandið fjarri því að geta talizt lýðræðislegt. Meirihluti íbúanna tala Guaranímál, sem er indíánamál, en þeir eru fjölmennastir í landinu og mál þeirra er enn útbreiddara en spænska. Landið hefur löngum átt í styrj- öldum við nágrannaríkin og er styrjöldin um 1870 frægust er Paraguay missti tvo þriðju íbúanna og aðeins 29-000 karlmenn lifðu eftir í landinu, af um 600.000 íbúum. Saga Paraguay er að ýmsu leyti mjög lær- dómsrík fyrir samskipti hvítra manna og frumbyggja Ameríku. Bergsteini Jónssyni farast svo orð í mannkynssögu sinni: „Árið 1537 stofnaði Spánverji að nafni de Irala nýlenduna Asuncion (Uppstigning), þar sem nú er höfuðborg ríkisins Paraguay. Árið 1542 —60 störfuðu þar munkar af reglu heilags Franz að trúboði meðal innfæddra, sem voru að mesm búfastir jarðyrkjumenn og að dómi Spánverja betur siðaðir en flestir frændur þeirra. Ekki varð hinum frómu bræðrum mik- ið ágengt, né jesúítum þeim, sem komu á hæla þeirra. En árið 1608 komu jesúítar á ný, og stofn- uðu þeir nýlendu á landsvæði, sem í dag skiptist milli Brasilíu, Bólivíu, Argentínu, Uruguay og Paraguay. Umráðasvæði jesúíta þarna skiptist í 57 þorp eða söfnuði, en samtals bjuggu þar 114 þúsund indíána, sem tóku kristna trú og voru af jesúítum með- höndlaðir eins og menn, meira að segja eins og jafningjar. Þeir fengu arðinn af verkum sínum, börnunum var kennt að lesa og skrifa, auk fræðanna, og mnga landsmana, guaraní, naut jafnréttis við spænska mngu. Ríki þetta var sem fleinn í holdi ná- grannanna, Spánverja jafnt sem Portúgals- manna, sem lim þessi nýstárlegu samskipti við Indíána sem ógnun við sig og brot á lögum Guðs og manna. Lengi fóru jesúítar samt sínu fram, meðan þeim var þarna með nokkru móti stætt. Arið 1750 skipti Spánarkonungur á hluta þessarar nýlendu fyrir portúgalskar skákir 83

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.