Réttur


Réttur - 01.04.1970, Side 44

Réttur - 01.04.1970, Side 44
annars staðár. Beittu jesúítar sér þá fyrir vopnaðri mótspyrnu gegn þeirri ráðstöfun, en máttu ekki við margnum. Tók ekki lang- an tíma að afmá merkin um störf þeirra, er þeir höfðu verið gerðir útlægir árið 1767. Enn er þó guaraní jafnrétthátt spænsku í lýð- veldinu Paraguay". URUGUAY— Uruguay hefur löngum verið álitið fyrir- myndarríkið í rómönsku Ameríku og fyrsra velferðarríkið. Landsbúar innleiddu snemma 8 stunda vinnudag, hafa útrýmt ólæsi og inn- leiddu lýðræðislegar kosningar og stofnanir á undan öllum öðrum ríkjum álfunnar. Brezkur rithöfundur sem skrifaði ferðabók um dvöl sína þar árið 1885 lýsti því sem hinu fullkomna lýðveldi. En efnahagslíf landsins er í molum, og nú í seinni tíð hefur ástandið versnað og ríkjandi valdhafar liggja flatir fyrir mútum. Skortur á hráefnum, óhag- stæður verzlunarjöfnuður og óviðráðanleg verðbólga hafa átt ríkastan þátt í að spilla stjórnmálaástandinu. Tveir flokkar hafa eink- um deilt um völdin Colorado flokkurinn sem er frekar þjóðlegur og frjálslyndur og Blancoflokkurinn sem er heldur íhaldsam- ari. Arið 1958 náði hinn síðarnefndi völdum eftir 93 ára óslitna stjórn Coloradoflokks- ins en hann er nú aftur við völd eftir kosn- ingarnar 1966. Þriðjungur íbúa landsins býr í höfuðborg- inni Montevideo, en íbúatala landsins er um 3 miljónir. En þó allt líti fremur vel út á yfirborðinu í þessu velferðarríki, þá er spill- ingin mikil. Dæmið um ellilaunakerfi rík- isins er frægt. I Uruguay er heimsins bezta ellilaunakerfi, því að byrjað er að greiða elli- lífeyri við 55 ára aldur, eftir 30 ára starf eða við 60 ára aldur eftir 10 ára starf. Stöðugt eru til afgreiðslu 80.000 umsóknir um elli- Félagslegur órói er mikill i rómönsku Ameriku. Árás skæruliða á sjónvarpsstöð í Sao Pauli. laun, og umsækjendur eru um 15.000 á ári. I hverjum mánuði eru aðeins teknar til greina og afgreiddar 1000 umsóknir, þannig að fjöldi umsækjenda vex um 3000 árlega. Til að verða svo heppinn að vera einn af þessum 1000 í mánuði, þarf gamla fólkið að múta öllum viðkomandi embættismönnum í skriffinnskubákni tryggingastofnunarinnar. Daglega kemur sama gamla fólkið til stofn- unarinnar og biðtíminn getur verið allt að því tíu ár. Sögð er saga af gamalli gráhærðri saumakonu sem hóf að sækja um ellilaun árið 1952 og er hún hafði selt flestar eigur sínar tókst henni að fá hin langþráðu elli- laun, sem nægja til að framfleyta sér, en það var árið 1961. En þá var sú gamla orðin svo vön að mæta á hinum yfirfullu skrif- stofum tryggingastofnunarinnar í 9 ár, að hún gat alls ekki vanið sig af hinum dag- legu ferðum þangað. 84

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.